Stofnun múslima fær leyfi til að hýsa gistiþjónustu: Byggja við húsið og reisa súlu

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

„Þeir eru að fá heimildir til að reka gistiþjónustu á neðstu hæðinni og einhverja útlits- breytingu.“

Þetta segir Björn Blöndal formaður borgarráðs í samtali við Morgunblaðið. Stofnun múslima á Íslandi má nú reisa viðbyggingu við húsnæði sitt í Skógarhlíð og þar má hýsa gistiþjónustu. Einnig segir að reist verði súla með ljósabúnaði skammt frá húsinu en ekki verður hátalarkerfi á súlunni. Tillagan var samþykkt hjá borginni á síðasta fundi.

Segir Björn að byggt verði við húsið í vesturátt á einni hæð en undir hæðinni verður kjallari. Borgin skiptir sér ekki að því hvort húsnæði verði nýtt til að selja gistirými eða af félagslegum forsendum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.