Fréttir

Sjónvarpsstjarna í djúpri sorg

Syrgir föður sinn sem lést fyrir viku

Kristín Clausen
Mánudaginn 20. mars 2017 09:50

Faðir sjónvarpsstjörnunnar, Rico Rodriguez, sem leikur Manny Delgado í Modern Family ,lést sunnudaginn 12. mars síðastliðinn.

Rico segir að síðasta vika sé sú erfiðasta sem hann hefur upplifað hingað til. Í gær setti hann mynd af sér og pabba sínum, Roy Rodriguez, á Instagram. Við myndina skrifaði Rico meðal annars:

„Pabbi var góðhjartaður, duglegur, ákveðinn og fyndinn. Hann var eins og ofurhetjan mín. Hann kallaði fram allar mínar bestu hliðar. Ég á eftir að sakna ráðlegginganna þinna. Ég á eftir að sakna þess að sjá þig brosa og hlæja en ég veit að þú ert með okkur. “

Roy lést þann 12. mars síðastliðinn
Rico birti þessa mynd á Instagram um helgina Roy lést þann 12. mars síðastliðinn

Rico, sem er 18 ára, á þrjú eldri systkini og móður sem syrgja föður sinn og eiginmann. Roy var 52 ára þegar hann lést en ekkert hefur verið gefið upp um dánarorsök hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af