Sigmundur segir að erkitáknmynd fjármálakerfisins hafi keypt Arion banka

Höskuldur fagnar áfanganum og hlakkar til að vinna með félögunum

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, segir ríkistjórnina algjörlega óundirbúna og stefnulausa um framtíða fjármálakerfisins. Tilefnið er tilkynning um sölu 30 prósent Arion banka í gær. Meðal kaupenda er fjárfestingarsjóðurinn Och-Ziff en Sigmundur rifjar upp á Facebook síðu sinni að sjóðurinn hafi á síðustu árum þurft að borga himinháar sektir vegna mútumála í fimm Afríkuríkum.

Ásamt Och-Ziff, sem eignast 6,6 prósenta hlut í Arion banka, samanstendur kauphópurinn af Attestor Capital sem eignast 9,99 prósent, Taconic Capital Advisors sem eignast sömuleiðis 9,99 og Goldman Sachs International sem eignast 2,6 prósenta hlut. Samtals eiga því erlendu hluthafarnir nú um 30 prósent hlut í bankanum.

Fagnar áfanganum

Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka, kveðst hinsvegar fagna áfanganum sem sé liður í áframhaldandi viðleitni okkar að innleysa eignasafn okkar og greiða fjármuni til hluthafa Kaupþings.

„Ég hlakka til að vinna með þessum félögum þegar við höldum áfram að selja hlut okkar í Arion banka, líklega í gegnum almennt hlutafjárútboð þar sem við vonumst til að geta boðið einstaklingum og félögum innanlands færi á að fjárfesta í bankanum.“

Þá segir Höskuldur í tilefni viðskiptanna:

„Við höfum lengi verið þeirrar skoðunar að það væri jákvætt fyrir bankann að fá inn í hluthafahópinn erlenda aðila. Við höfum á undanförnum árum hitt mikinn fjölda erlendra fjárfesta og skynjað áhuga þeirra á Íslandi og bankanum. Við verðum líka vör við þennan áhuga á fleiri sviðum hér á landi eins og í ferðaþjónustu og smásölu þar sem sterk alþjóðleg vörumerki sýna landinu áður óþekktan áhuga. Það kemur okkur því ekki á óvart að þessir fjárfestar, sem hafa komið að bankanum með óbeinum hætti í nokkur ár, kjósi nú að gerast hluthafar í Arion banka með beinum hætti. Þeir þekkja bankann vel, hafa fylgst með okkar árangri og þeirri jákvæðu þróun sem hefur átt sér stað í íslensku efnahagslífi. Þeir sýna það nú að þeir trúa því að framtíð bankans sé björt.“

Erkitáknmynd fjármálakerfinsins

Sigmundur Davíð er ekki ánægður með þessi viðskipti en hann skrifaði harðorða færslu um kaupin á Facebook í gærkvöldi. Þar segir hann að vogunarsjóðir séu sjálf erkitáknmynd alþjóða- fjármálakerfisins.

„Sumum hefur þótt það merki um „paranoju" þegar bent er á að þessir aðilar beiti ýmsum ráðum til að hámarka hagsmuni sína á Íslandi,“ segir Sigmundur og bendir á að Fjármálaeftirlitið hafi tekið fram að yfirtaka vogunnarsjóðanna á Lýsingu væri ekki fordæmisgefandi. „Hvað nú,“ spyr Sigmundur.

Þá fylgir þessi umfjöllnun bandaríska dómsmálaráðuneytisins með færslunni. Sigmundur segir hana vera „til gamans" um einn af nýju eigendum Arion banka.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.