Fréttir

Saddam Hussain fær ekki vinnu

Ritstjórn DV skrifar
Mánudaginn 20. mars 2017 21:00

Tuttugu og fimm ára gamall Indverji, Saddam Hussain, á erfitt með að fá vinnu. „Fólk er hrætt við að ráða mig,“ hefur Hindustan Times eftir manninum. Það var afi hans sem nefndi hann í höfðuðið á einræðisherranum Saddan Hussein heitnum, fyrrverandi forsætisráðherra Íraks.

Þó nafnið sé ekki skrifað nákvæmlega eins hefur komið á daginn að afinn gerði Hussain bjarnargreiða. Pilti hefur gengið mjög illa að fá vinnu, þrátt fyrir að hafa staðið sig vel í skóla. Hann er lærður verkfræðingur. Hann hefur sótt um tugi starfa en hefur ekki orðið kápan úr því klæðinu. Við hann hefur að sögn verið sagt að nafnið sé til trafala. Það geti vakið tortryggni.

Haft er eftir sérfræðingi í mannauðsstjórnun að nafnið geti þvælst fyrir manninum, sérstaklega á ferðalögum þegar hann fer í gegn um vegabréfaeftirlit. „Hann gæti lent í því að verða stoppaður eða að fyrirtækið þurfi að hjálpa honum í gegn. Það gæti nægt til að torvelda mögleika hans í ráðningarferlinu.“

Hussain hefur breytt fyrra nafni sínu í Sajid en það hefur ekki reynst nægja. Þegar hann framvísar námsskírteinum kemur hið upprunalega nafn í ljós. Saddam Hussain, nú Sajid Hussain er að sögn BBC að vinna í að fá námsskírteinin endurútgefin, en það tekur tíma.

Til gamans má geta að á sama tíma er maður í Ameríku að róa að því öllum árum að fá nafni sínu breytt í Hitler.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Fyrir 1 klukkutíma síðan
Saddam Hussain fær ekki vinnu

María Birta er pankynhneigð: „Breytist klárlega ekki neitt við það að hafa fundið sálufélaga minn í karlmanni“

Fréttir
Fyrir 1 klukkutíma síðan
María Birta er pankynhneigð: „Breytist klárlega ekki neitt við það að hafa fundið sálufélaga minn í karlmanni“

Dæmdur fyrir hryllilega glæpi: „Versta martröð hverrar konu“

Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum síðan
Dæmdur fyrir hryllilega glæpi: „Versta martröð hverrar konu“

Hussein fékk lífstíðardóm fyrir morðið á Mariu

Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum síðan
Hussein fékk lífstíðardóm fyrir morðið á Mariu

Brynjar vill lækka áfengiskaupaaldur í 18 ára: „Ekki láta duttlunga, lýðskrum og tískubylgjur ráða för“

Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum síðan
Brynjar vill lækka áfengiskaupaaldur í 18 ára: „Ekki láta duttlunga, lýðskrum og tískubylgjur ráða för“

Móðir stúlkunnar fékk áfall þegar hún sá áverkana

FókusFréttir
Fyrir 6 klukkutímum síðan
Móðir stúlkunnar fékk áfall þegar hún sá áverkana

Katla málar með túrblóðinu sínu: „Mér finnst það bara fallegt, glansandi hvít postulínsskál og ferskt blóð“

Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum síðan
Katla málar með túrblóðinu sínu: „Mér finnst það bara fallegt, glansandi hvít postulínsskál og ferskt blóð“

Víðtækar aðgerðir í leikskólamálum: Plássum fjölgað og leikskólar byggðir í borginni

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum síðan
Víðtækar aðgerðir í leikskólamálum: Plássum fjölgað og leikskólar byggðir í borginni

„Þau eiga föður sem þau elska og þrá að hitta“

Mest lesið

Ekki missa af