Ákærður fyrir smygl á amfetamínbasa

Talið er að maðurinn hafi ætlað að selja efnið

Tengist fréttinni ekki beint
Myndin sýnir amfetmínbasa Tengist fréttinni ekki beint

Á miðvikudaginn verður mál gegn pólskum karlmanni á fimmtugsaldri þingfest en hann hefur verið ákærður fyrir að reyna að smygla um 700 millilítrum af amfetamínbasa til landsins. Talið er að maðurinn hafi ætlað að selja efnið á Íslandi.

Smyglið komst upp í byrjun febrúar á þessu ári en maðurinn var að koma með flugi til Keflavíkur frá Berlín þegar tollverðir fundu efnin í flösku í farangri mannsins.

RÚV greinir frá en málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness.

Í frétt á DV frá árinu 2013 kemur fram að hægt sé að framleiða 10 kíló úr 750 millilítrum af basa. Í fréttinni segir meðal annars:

„Basanum má breyta í amfetamínsúlfat með sýru og leysiefni en það amfetamín sem dreift er til neyslu er amfetamínsúlfat sem blandað er íblöndunarefnum af ýmsu tagi sem er líkt og sýran og leysiefnið unnt að nálgast hér á landi og eru ekki ólögleg efni út af fyrir sig.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.