Fréttir

Chuck Berry er látinn: Þetta voru hans vinsælustu lög

Auður Ösp skrifar
Sunnudaginn 19. mars 2017 14:30

Rokkgoðsögnin Chuck Berry er látinn, níræður að aldri. Berry var einn vinsælasti og áhrifamesti tónlistarmaður tuttugustu aldarinnar og er talinn einn af frumkvöðlum rokktónlistarinnar. Þá hefur hann haft mikil áhrif á listsköpun annarra tónlistarmanna í gegnum tíðina, á borð við Elvis Presley og Angus Young.

Hann fæddist í borginni St. Louis í Missouri árið 1926 og byrjaði að spreyta sig á tónlistarsviðinu á unglingsárum. Ferill hans hófst þó fyrir alvöru þegar hann var 24 ára gamall. Hann skrifaði undir sinn fyrsta útgáfusamning árið 1955 og í kjölfarið kom út fyrsti „hittarinn“ en það var lagið Maybellene.

Berry var í gegnum tíðina þekktur fyrir að blanda saman ólíkum stílum í tónlistarsköpun sinni líkt og gospeli, blús, og kántrý-tónlist og þá þótti sviðsframkoma hans einkar heillandi. Hér fyrir neðan má hlusta á nokkur af vinsælustu lögum goðsagnarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af