fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Bætur fyrir gæsluvarðhald

Ríkið skaðabótaskylt – Lögreglan braut meðalhóf

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 19. mars 2017 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska ríkið var á fimmtudag dæmt til að greiða Guðmundi R. Guðlaugssyni, sem sat í ellefu daga í einangrun á lögreglustöðinni við Hverfisgötu í apríl 2010, tvær milljónir króna í skaðabætur. Hæstiréttur kvað upp dóminn á fimmtudag. Guðmundur var grunaður um tengsl við fíkniefnasmygl sonar síns, sem síðar var dæmdur í fangelsi fyrir smyglið. Málið gegn Guðmundi var hins vegar fellt niður.

Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður dæmt ríkið til að greiða manninum 800 þúsund krónur í bætur.

Fram kemur í dómi Hæstaréttar að gæsluvarðhaldið hafi verið vanvirðandi og aðgerðirnar hafi ekki aðeins valdið Guðmundi andlegum þjáningum heldur hafi umfang þeirra verið langt úr hófi fram miðað við tilefnið. Þetta hafi orðið honum til alvarlegs álitshnekkis, enda hafi hann gegnt stjórnunarstöðu hjá einkafyrirtæki á þessum tíma. Hæstiréttur segir að lögreglan hafi haldið honum að ósekju í átta daga. Lögreglan hefði með einföldu forprófi getað upplýst um þátt mannsins.

„Við mat á fjárhæð bóta ber fyrst og fremst að líta til þess hvers eðlis hinar bótaskyldu aðgerðir voru og hve lengi þær stóðu,“ segir í dómnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala