Fréttir

Ákærð fyrir nauðgun: Bótaumsókn kom upp um að barnsfaðir hennar væri fjórtán ára piltur

Hin 19 ára gamla Leigh Guffey á yfir höfði sér allt að 20 ára fangelsi

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 19. mars 2017 21:00

Barnshafandi kona frá Alabama í Bandaríkjunum hélt að hún væri bara að sækja um almannatryggingabætur en það sem hún fékk var hins vegar í staðinn var nauðgunarákæra frá yfirvöldum.

Ástæðan var einföld. Hin 19 ára gamla Leigh Guffey fyllti út Medicaid-umsókn sína þar sem hún greindi hreinskilnislega frá því að barnsfaðir hennar væri fjórtán ára gamall piltur.

Þessu veittu ríkisstarfsmenn athygli og gerðu lögreglu viðvart um málið.

Samkvæmt frétt Washington Post var Guffey handtekin í síðustu viku og ákærð fyrir eitthvað sem Alabama-ríki kallar nauðgun og kynferðislega misnotkun af annarri gráðu.

Samkvæmt lögum ríkisins er nauðgun af annarri gráðu skilgreind þannig að brotamaðurinn hafi haft mök við einstakling af gagnstæðu kyni sem er yngri en sextán ára en eldri en tólf ára. Þá þarf gerandinn að vera að minnsta kosti tveimur árum eldri en þolandinn.

Guffey er einnig ákærð fyrir tælingu á barni og fyrir að eiga og dreifa nektarmyndum af börnum undir lögaldri. Síðastnefndi ákæruliðurinn tengist því að Guffey og pilturinn höfðu verið að senda hvort öðru nektarmyndir og myndbönd um hríð.

Haft er eftir lögregluembættinu að Guffey, sem býr í smábænum Hollywood fyrir austan Huntsville í Alabama, hafi kynnst piltinum í gegnum sameiginlegan vin og hafið samband við hann seint á síðasta ári. Samkvæmt gögnum málsins sótti hún piltinn reglulega á heimili hans, ók honum á afskekkta staði fyrir utan bæinn þar sem hún braut gegn honum kynferðislega.

Guffey mun hafa játað að hafa í að minnsta kosti tuttugu skipti haft mök við piltinn síðan þau kynntust. Á þessu tímabili hafi hún síðan orðið ólétt.

„Hún var stolt af því að hann væri faðir barnsins, allt þar til hún komst að því að við myndum hafa afskipti af málinu,“ segir lögreglustjórinn Jason Hepler í samtali við AL.com.

Guffey á yfir höfði sér allt að 20 ára fangelsisdóm, verði hún sakfelld.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Gunnar lenti í óprúttnum aðila í Hafnarfirði: „Er að skrifa svo enginn hringi í lögguna“

Gunnar lenti í óprúttnum aðila í Hafnarfirði: „Er að skrifa svo enginn hringi í lögguna“
Fréttir
í gær

Leikarinn Vilhelm Neto túlkar íslenska sumarið á einstakan hátt: „Á morgun ætla ég að fokka þér upp“

Leikarinn Vilhelm Neto túlkar íslenska sumarið á einstakan hátt: „Á morgun ætla ég að fokka þér upp“
Fréttir
í gær

Bíll Dótlu Elínar gufaði upp í Kópavogi: „Þarna hefur einhver verið mjög fljótur að hugsa“

Bíll Dótlu Elínar gufaði upp í Kópavogi: „Þarna hefur einhver verið mjög fljótur að hugsa“
Fréttir
í gær

Einn ríkasti maður Bretlands líkir landsliði Senegal við sólstrandarsölumenn: „Ég kannast við þessa frá ströndinni í Marbella“

Einn ríkasti maður Bretlands líkir landsliði Senegal við sólstrandarsölumenn: „Ég kannast við þessa frá ströndinni í Marbella“
Fréttir
í gær

Bergvin segir börn ekki þrifin í Vatnaskógi: „Hvað ef börnin missa þvag eða það koma bremsuför?“

Bergvin segir börn ekki þrifin í Vatnaskógi: „Hvað ef börnin missa þvag eða það koma bremsuför?“
Fréttir
í gær

Hröktu ráðherra Trump af mexíkóskum veitingastað: „Skammastu þín!“

Hröktu ráðherra Trump af mexíkóskum veitingastað: „Skammastu þín!“