fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Norðurál telur óþarft að efla raforkuflutningskerfið

Of mikið og of hratt – Landsvirkjun bendir á að horfa þurfi á heildina

Ritstjórn DV
Laugardaginn 18. mars 2017 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fulltrúi Norðuráls í pallborðsumræðum á Iðnþingi 2017, sem haldið var í síðustu viku, lýsti því yfir að fyrirtækið væri andsnúið kerfisáætlun Landsnets og að óþarfi væri að efla raforkuflutningskerfi landsins. Ekki væri þörf á öllum framkvæmdum og alls ekki þyrfti að fara jafn hratt í þær og til stæði. Aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar segir umhugsunarefni hversu ótrúlega erfiðlega gangi að styrkja og bæta flutningskerfið.

Margar, stórar og dýrar tillögur

„Við erum bara ekki sammála um að það þurfi að fara í allar þessar framkvæmdir og alls ekki svona hratt því kerfið er ágætt á mörgum stöðum og sinnir sínu hlutverki vel,“ sagði Guðrún Halla Finnsdóttir, verkefnastjóri viðskiptaþróunar hjá Norðuráli, í pallborðsumræðum á Iðnþingi þar sem meðal annars kerfisáætlun Landsnets var til umræðu. „Þar eru vissulega margar tillögur og stórar, dýrar tillögur. Það má vel líta á þær og skoða þær,“ sagði Guðrún Halla um kerfisáætlunina og bætti við: „Við þurfum að vanda til verka og bara ekki fara í hvaða framkvæmdir sem er.“

Sívaxandi áhyggjuefni

Landsnet kynnti kerfisáætlun sína fyrir 2016–2025 í nóvember síðastliðnum og er þar fjallað um hvaða leiðir séu færar til uppbyggingar raforkuflutningskerfisins á Íslandi næsta áratuginn. Landsnet telur að nauðsynlegt sé að styrkja flutningskerfið á næstu árum, bæði til þess að tryggja orkuöryggi í landinu en einnig til þess að til staðar séu innviðir til þess að ráðast í orkuskipti, þar á meðal rafbílavæðingu landsins.

Í kerfisáætlun Landsnets er meðal annars fjallað um öryggi flutningskerfisins. Þar er bent á að svo til öll atvinnustarfsemi á landinu sé háð rafmagni og verði rafmagnslaust stöðvist nær öll starfsemi á því svæði sem straumrofið nái til. „Íbúar á landsbyggðinni þurfa að þola rof á afhendingu rafmagns í mun meiri mæli en íbúar höfuðborgarsvæðisins og nágrennis þar sem áreiðanleiki flutningskerfisins úti á landi er mun lakari,“ segir í áætluninni og bent er á að öryggi sem tengist stöðugleika raforkukerfisins hafi síðustu ár verið sívaxandi áhyggjuefni. „Leitast er við að viðhalda stöðugleika með því að halda flutningi milli landsvæða undir ákveðnum mörkum og er flutningsgeta kerfisins milli landsvæða þess vegna afar takmörkuð,“ segir enn fremur í kerfisáætluninni.

„Það getur vel verið að ákveðnir stórnotendur telji að það þurfi ekki að styrkja flutningskerfið og telja að það liggi ekki á því,“ sagði Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, sem einnig tók þátt í umræðunum og brást þannig við málflutningi Guðrúnar Höllu. Ragna benti hins vegar á að það þyrfti að horfa á heildina þegar rætt væri um uppbyggingu orkuflutningskerfisins, þar væru aðrir notendur en bara stórnotendur, bæði minni fyrirtæki og almenningur, og nauðsynlegt væri að bregðast við óöryggi kerfisins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu