Félagsbústaðir hækka leigu á aldraða um 80-125%: „Við erum gleymd“

Félagsbústaðir keyptu Seljahlíð af Reykjavíkurborg um áramótin

Segir að hækkanir Félagsbústaða hf. á leigu í Seljahlíð séu til skammar.
Ingibjörg S. Finnbogadóttir Segir að hækkanir Félagsbústaða hf. á leigu í Seljahlíð séu til skammar.
Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Á dögunum var íbúum í þjónustuíbúðum aldraðra við Seljahlíð tilkynnt að leigusamningi þeirra yrði sagt að upp. Það var fyrsta verk Félagsbústaða hf. sem keyptu húsið af Reykjavíkurborg um áramótin, en þess ber að geta að fyrirtækið er í 100 prósent eigu borgarinnar. Eftir að uppsagnarfresturinn, sem er eitt ár, er liðinn munu íbúar þurfa að skrifa undir nýja leigusamninga við Félagsbústaði. Samkvæmt þeim mun húsaleiga þeirra hækka um 80–125 prósent.

Í kynningu sem Félagsbústaðir og velferðarsvið Reykjavíkurborgar héldu fyrir íbúa er mikil áhersla lögð á að íbúar muni eiga rétt á húsaleigubótum eftir að hinn nýi leigusamningur tekur gildi. „Það gengur einfaldlega ekki upp. Í fyrsta lagi þá er ekkert „séreldhús eða séreldunaraðstaða“ í þjónustuíbúðunum og því er ekki hægt að sækja um húsaleigubætur út á þær. Í öðru lagi þá eiga flestir sem hér búa smá varasjóð og það gerir það að verkum að húsaleigubæturnar eru útilokaðar. Stefnan virðist vera sú að taka af manni hverja einustu krónu. Þessi leiguhækkun er til skammar og hvert sem ég hef leitað þá hef ég rekist á vegg í kerfinu. Það virðist mega níðast á eldri borgurum út í eitt. Við erum gleymd,“ segir Ingibjörg S. Finnbogadóttir, sem dvelur í þjónustuíbúð í Seljahlíð í Breiðholti.

Viltu lesa meira? Þú getur strax lesið þessa grein og aðrar í heild sinni hér á DV.is með því að ýta á „Sjá meira“ og nýta þér hagstæða áskriftartilboð frá aðeins 928 kr. á mánuði.
Sjá meira »
Gleymt lykilorð?
Auglýsing

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.