„Ég fór í eina meðferð og missti barnið að eilífu“

Frá Noregi til Íslands og nú til Danmerkur - Barnsfaðir Christinar Elvu fær forræðið

„Af hverju fæ ég öðruvísi meðferð en aðrar mæður? Af hverju er litið niður á mig og af hverju fæ ég ekki annað tækifæri? Ég skil þetta bara ekki,“ segir Christina Elva sem missti að fullu forræði yfir fimm ára syni sínum, Eyjólfi, síðasta haust.

Nýjustu vendingar í málinu eru þær að faðir drengsins mun fá forræði yfir drengnum og kemur hann til með að flytja til Danmerkur þar sem hann býr. Við það er Christina Elva mjög ósátt. Hún er ekki ósátt við að drengurinn fái að umgangast föður sinn heldur að hann skuli flytja til Danmerkur og henni ekki gefinn kostur að tjá sig um málið – henni hafi ekki einu sinni verið sagt frá þessari ráðstöfun. Þessar fréttir hafi sonur hennar flutt henni í síðustu heimsókn sinni á vistheimilið þar sem hann hefur búið frá því fyrir jól.

Mál hennar hefur vakið mikla athygli en móðir Christinar Elvu, Helena Brynjólfsdóttir, rændi drengnum frá Noregi í fyrra. Það gerði hún þegar fréttir bárust af því að taka ætti drenginn af fjölskyldunni og vista hjá ókunnugum til átján ára aldurs.

Viltu lesa meira? Þú getur strax lesið þessa grein og aðrar í heild sinni hér á DV.is með því að ýta á „Sjá meira“ og nýta þér hagstæða áskriftartilboð frá aðeins 928 kr. á mánuði.
Sjá meira »
Gleymt lykilorð?
Auglýsing

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.