„ÞÚ ER ENGINN GÚÐ HÉR Í REYKJANESBÆR“

Greniteigur er einstefna
Greniteigur er einstefna

„Öll gerum við mistök í lífinum og í dag endaði það spaugilega,“ segir Sævar Baldursson, eigandi Hópferða Sævars ehf. í færslu á Facebook. Bílstjóri á hans vegum gerði þau mistök að bakka út á móti umferð í götunni Greniteig í Reykjanesbæ en um einstefnugötu er að ræða.

Það varð til þess að íbúi við götuna, indverska prinsessan Leoncie, brást ókvæða við og hringdi fjórtán sinnum í Sævar vegna málsins. Sævar kvaðst ekki geta haft samskipti við Leoncie á eðilegan hátt og bað Leoncie um að senda sér tölvupóst sem var harðorður í meira lagi.

Yfirskrift tölvupóstarins er á þessa leið: „AÐVÖRUN FYRIR YKKAR GEÐBILAÐA BÍLSTJÓRAR SEM KEYRA ÖFUGGA MEGIN Í GRENITEIGI“.

Greniteigur er einstefna
Greniteigur Greniteigur er einstefna
Mynd: AMG

Í tölvupóstinum, sem Sævar birti í heild sinni, fullyrðir Leoncie að lögbrotið hafi átt sér stað klukkan 11.30 í gær, þann 13.mars, og telur hún að kvenkyns ökumaður bílsins glími við geðsjúkdóm. Að mati Leoncie reyndi umræddur ökumaður að eyðileggja bíl hennar og Victors, eiginmanns Leoncie, með því að bakka á hann.

Þá telur söngkonan að hin meinti andlega veiki ökumaður sé einnig blindur og að viðkomandi sé einhverskonar óskilgreind dýrategund sem í samhengi orðanna er ekki meint á jákvæðan hátt. Þá leggur Leoncie áherslu á að um einstefnugötu sé að ræða með því að birta yfirlýsingu um það í hástöfum.

Til þess að sanna lögbrotið þá segir Leoncie að hún hafi myndir af athæfinu undir höndum. Þá segist hún vilja setja myndirnar á einhvern ótilgreindan stað til þess að varpa ljósi á hrokafullt ranglæti og umferðalagabrot sem séu að gerast dags daglega á Greniteig.

Þá lýsir hún yfir vonbrigðum sínum með að endurteknar beiðnir hennar um að bílstjórar fyrirtækisins bæti verklag sitt hafi ekki verið virtar. Sú yfirlýsing er einnig í hástöfum.

Leincie hvetur Sævar til þess að biðja sig og alla íbúa Greniteigar afsökunar vegna málsins, að öðrum kosti segist söngkonan vera tilneydd til þess að senda myndirnar af meintu lögbroti til lögreglu sem og að birta þær á internetinu. Þá setur hún fram aðdróttanir um innri mann Sævars.

Spyr forsvarsmann
Leoncie Spyr forsvarsmann

Að því sögðu spyr söngkonan ágengra spurninga um hugsanlegar líkamlegar og andlegar fatlanir bílstjóra fyrirtækisins sem og hvort að þeir hafi tilskilin réttindi til þess að sinna starfinu. Segist Lencie hafa áhyggjur af lífi og limum barna í götunni.

Söngkonan sakar Sævar einnig um að hafa skellt á sig í einu af fjórtán símtölum þeirra og bendir honum á að hann sé mannlegur eins og aðrir. Þessi ásökun er sett fram í hástöfum. Leoncie óskar einnig eftir því að bílstjórar fyrirtækisins verði látnir undirgangast hæfnis- og bílpróf auk þess sem hún efast um víðsýni þeirra þegar kemur að öðrum kynþáttum.

Undir þetta skrifar söngkonan sem „reiður íbúi í Greniteig“. Þá ítrekar hún í hástöfum að Greniteigur sé einstefnugata.

Ekki náðist í söngkonuna við vinnslu fréttarinnar.

Hér má lesa færslu Sævars og tölvupóstinn í heild sinni.

Til DONANS sem skellti á símann núna

Forwarded message ---------- From: Leoncie Music leonciemusic@gmail.com Date: 2017-03-13 12:10 GMT+00:00 Subject: AÐVÖRUN FYRIR YKKAR GEÐBILAÐA BÍLSTJÓRAR SEM KEYRA ÖFUGGA MEGIN Í GRENITEIGI. To: info@bus4u.is

Til DONANS sem skellti á símann núna.

kl. 11.30 ,13 Mars 2017, var Geðveik kona sem keyrði hópgerði sævars rútubíl á móti umferðinni í Greniteigi. Bíl númer AG D38

Hún reyndi að eyðileggja bílinn okkar beint fyrir framan okkar hús. með þvi að bakka á bílinn okkar eins og blidnur skepna. Þvo svo þar eru "EINSTEFNU MERKI Í BYRJUN GÖTUNAR.

Ég er með myndir til að sýna Lögreglunni og ég vil lika setja myndirnar af ykkar Hrokafulla ranglæti, Umferðarlagabrot osv, sem er að ske´dags daglega í Greniteigi.

ÉG ER BÚIN AÐ TALA VIÐ ÞIG NOKKRUM MÁNUÐUM SIÐAN OG ÞÚ LOFADIR AÐ ÞETTA MUNDI EKI SKE AFTUR.

Ef við sem búa í Greniteigi fáum ekki AFSÖKUNARBEIÐNI frá þér, ruddi sem þú ert í raun og veru, vil ég kæra þetta umferðarlagabrot til lögreglu og setja þetta hikstarlaust á Internetinu.

Eru bilstjórar ykkar Blindir,Siðblindir og lika Geðveikir? Hafa þetta pakk fengið bilpróf eða rútupróf? Hvað með ef ykkar kapp-aksturs-fantar og brjálæðingar drepa krakka sem eru að ganga yfir götuna?

ÞÚ ER ENGINN GÚÐ HÉR Í REYKJANESBÆR, SEM SKELLIR SIMANN ÞEGAR FÓLK KVARTAR. Sendu hrokafullir -ófaglærða -racistar ykkar í hæfnis og bílpróf.

Reiður íbúar í Greniteigi. GRENITEIGI ER EINSTEFNA.

LEONCIE

Athugasemdir

Athugasemdir eru ekki leyfðar við þessa frétt.