Íslendingur handtekinn í Texas vegna heimilisofbeldis

Maðurinn er fyrrverandi forstjóri og þekktur í heimi viðskipta á Íslandi - Greiddi 667 þúsund í tryggingu

Maðurinn er 39 ára gamall.
Fangamynd Maðurinn er 39 ára gamall.

Íslenskur karlmaður á fertugsaldri, fyrrverandi forstjóri og þekktur maður í heimi viðskipta á Íslandi, var á fimmtudag handtekinn af lögreglunni Austin í Texas, fyrir beita fjölskyldumeðlim ofbeldi.

Lögregla handtók manninn um miðja nótt, klukkan 02.15 að staðartíma. Var hann færður á lögreglustöð og skoðaður þar af heilbrigðisstarfsmanni. Meint brot hans voru færð til bókar klukkan 03.32, samkvæmt upplýsingum sem DV bárust frá lögreglunni í Austin.

Hann var fluttur í Travis County Jail í Texas og var í haldi þar til síðdegis næsta dag.

Manninum var sleppt klukkan 16.47 á föstudag. Honum var gert að greiða sex þúsund dollara í tryggingarfé, eða um 667 þúsund krónur, en sætir að líkindum farbanni. Hann getur þó óskað eftir leyfi til að ferðast.

Maðurinn hefur ekki hlotið refsidóm, svo DV sé kunnugt um.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.