Rukkaður um þrefalt hærri tryggingu hjá TM

Bifreiðartrygging kostaði tæplega hálfa milljón - TM segir fötlun engin áhrif hafa á iðgjöld

Sveinbjörn notast við rafmagnshjólastól og bíllinn er lykillinn að ferðafrelsi hans.
Þarfur þjónn Sveinbjörn notast við rafmagnshjólastól og bíllinn er lykillinn að ferðafrelsi hans.
Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

„Það greiðir enginn svona hátt gjald. Ég er þess alveg fullviss,“ segir Eggert Þór Sveinbjörnsson í samtali við DV. Iðgjald fyrir bílatryggingu og kaskó hjá tryggingafélaginu TM reyndist þrefalt hærra en hjá samkeppnisaðila samkvæmt tryggingarskírteini sem DV hefur undir höndum. Sonur Eggerts, Sveinbjörn Benedikt, hefur að sögn tryggt hjá TM undanfarin ár en hætti í viðskiptum síðastliðið haust vegna svimandi hás iðgjalds.

Sveinbjörn, sem er 23 ára, er spastískur, flogaveikur og fjölfatlaður. Hann á bíl sem hann ­notast við til að komast á milli staða en Mosfellsbær annast aksturinn, enda hefur Sveinbjörn ekki ökuréttindi. Bifreiðin er sérútbúin til að mæta þörfum Sveinbjörns sem notast við rafmagnshjólastól. TM hafnar því alfarið að fötlun viðskiptavina hafi áhrif á fjárhæð iðgjalda.

Eggert segir að þar sem Sveinbjörn sé öryrki hafi hann mjög þröng fjárráð. Hann geti engan veginn staðið undir bifreiðatryggingu fyrir tæplega hálfa milljón króna.

Viltu lesa meira? Þú getur strax lesið þessa grein og aðrar í heild sinni hér á DV.is með því að ýta á „Sjá meira“ og nýta þér hagstæða áskriftartilboð frá aðeins 928 kr. á mánuði.
Sjá meira »
Gleymt lykilorð?
Auglýsing

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.