fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Íslenska þjóðfylkingin leitar að nýjum leiðtoga: „Kannski er ykkur alveg sama um land og þjóð?“

Aðstandendur viðra áhyggjur af dræmum áhuga fyrir komandi landsfundi – Flokkurinn sem hlaut 0,2% atkvæða í síðustu kosningum vill vinna „traust kjósenda að nýju“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 1. mars 2017 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Helgason hefur ákveðið að bjóða sig ekki fram til áframhaldandi formennsku í Íslensku þjóðfylkingunni sem bauð í fyrsta sinn fram til þings kosningunum 29. október. Í tilkynningu frá Helga til flokksmanna og stuðningsmanna segir hann að nauðsynlegt sé að „endurnýja forystu og vinna tiltrú og traust kjósenda að nýju.“

Hin umdeilda Íslenska þjóðfylking hlaut 303 atkvæði í síðustu þingkosningum, eða 0,2% atkvæða.
Landsfundur flokksins fer fram 31. mars til 2. apríl og stendur til að kjósa þar nýja forystu „eina flokksins á Íslandi sem berst gegn EES, mosku og hækkun persónuafsláttar. Eini þjóðlegi flokkurinn á Íslandi,“ eins og það er orðað í tilkynningunni.

Á umræðuvettvangi Íslensku þjóðfylkingarinnar á Facebook virðast aðstandendur hafa áhyggjur af því að lítil stemming sé fyrir komandi landsfundi.

„Nú hefur Helgi sagt að hann gefi ekki kost á sér áfram sem formaður flokksins lengur. Maður hefði þá haldið að eitthvert líf færðist í ykkur hin, sem mörg hafið haft horn í síðu hans. Ekki hef ég orðið vör við það lífsmark eða áhuga á málefnum flokksins. ÉG hef haft skrifstofuna opna síðustu þrjá fimmtudaga frá 16-18 ef fólk vill aðeins hittast, spjalla og viðra skoðanir sínar. En NEI ekki aldeilis. Enginn áhugi! Kannski er ykkur alveg sama um land og þjóð? Tilbúið að afhenda allt í hendurnar á einhverjum ruslaralýð sem stelur og drepur. Mér sýnist að tíma mínum sé betur varið í eitthvað annað en að sitja með kaffi og kræsingar og bíða eftir áhugasömum félögum, sem ég hélt að væri að springja úr spenningi vegna væntanlegs landsfundar og framboðsmála. Öðru nær,“ skrifar einn félagi inn á umræðusíðuna.

Átök voru innan flokksins í aðdraganda þingkosninganna sem varð meðal annars til þess að oddvitar flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur, Gunnlaugur Ingvarsson og Gústaf Níelsson, drógu framboð sitt til baka tveimur vikum fyrir kosningar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu