fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

„Dómurum ekki bannað að taka þátt í happdrætti“

Verður haft í huga þegar gengið verður frá siðareglum í Dómarafélagi Íslands

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 9. febrúar 2017 08:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Almennt séð er reynt að haga aðstæðum dómara þannig að þeir séu fjárhagslega sjálfstæðir og þurfi ekki að afla sér stuðnings eða taka við greiðslum frá öðrum,“ segir Skúli Magnússon, formaður stjórnar Dómarafélags Íslands.

Eins og DV greindi frá í gær afhenti Morgunblaðið dómstjóra Héraðsdóms Reykjaness 10 milljóna króna gjöf – Lexus-bifreið – eftir að hann vann í happadrætti áskrifenda blaðsins. Bifreiðin er að gerðinni Lexus NX 300h F Sport.

DV sendi fyrirspurn á Skúla og spurði meðal annars hvaða reglur giltu um móttöku gjafa í tilfelli dómara. Í svari hans kemur fram að unnið sé að því að setja saman siðareglur Dómarafélag Íslands. „Í siðareglum dómstólaráðs fyrir starfsmenn dómstólanna er hins vegar kveðið á um það í d-lið 2. gr. að starfsmenn þiggi ekki persónulegar gjafir vegna starfs síns. Sú regla á einnig við um dómara.“

DV spurði þá hvort hann sæi eitthvað athugavert við móttöku dómara á svo háum vinningi. Í svari Skúla kemur fram að almennt séð sé reynt að haga aðstæðum dómara þannig að þeir séu fjárhagslega sjálfstæðir og þurfi ekki að afla sér stuðnings eða taka við greiðslum frá öðrum. „Það getur því vissulega verið athugavert ef fyrirtæki eða einkaaðili afhendir dómara verulegt fé eða innir af hendi óvenjulega fyrirgreiðslu. Þetta ræðst þó af eðli málsins hverju sinni.“

Hann segir þó að dómurum sé ekki bannað að taka þátt í happdrætti. „Hrein tilviljun virðist hafa ráðið því að það var dómari sem hlaut vinning sem greiddur var út fyrir opnum tjöldum (væntanlega í kynningarskyni fyrir Mbl.). Í því ljósi finnst mér þetta tæplega skapa siðferðileg álitamál fyrir dómara en tek þó fram að ég hef aðeins takmarkaðar upplýsingar um málið.“

Hann segist ekki hafa í hyggju að taka málið upp á vettvangi Dómarafélags Íslands en segir þó: „[…] væntanlega munum við m.a. hafa þetta mál í huga þegar við göngum frá siðareglum DÍ.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi