Fréttir

Börn voru oflyfjuð, bundin niður og sett í spennitreyju

Skelfilegar lýsingar í skýrslu Vistheimilanefndar – Talið er að 178 börn hafi verið vistuð á Kópavogshæli á árunum 1952 til 1993

Auður Ösp
Þriðjudaginn 7. febrúar 2017 18:40

Börn sem vistuð voru á fullorðinsdeildum Kópavogshælisins þurftu í verulegum mæli að þola líkamlegt og andlegt ofbeldi og vanrækslu af ýmsu tagi. Þetta kemur fram í niðurstöðum Vistheimilanefndar sem síðdegis í dag kynnti skýrslu sína sem fjall­ar um vist­un barna á Kópa­vogs­hæli 1952 til 1993. Börn voru vistuð með fullorðnum vistmönnum á hælinu áður en barnadeildir voru opnaðar 1972 og 1974 en lýsingar sem fram koma í skýrslu Vistheimilanefndar eru margar hverjar skelfilegar.

Talið er að alls 178 börn hafi verið vistuð á hælinu,en fram kemur í skýrslunni að gögnin séu ófullkomin og er því ekki hægt að útiloka að fleiri börn hafi verið þar vistuð.

Oflyfjuð og bundin

Fram kemur að börn sem vistuð voru á fullorðnisdeildum hafi þurft að þola ofbeldi af hálfu vistfólks, og í sumum tilfellum voru afleiðingarnar alvarlegar og jafnvel varanlegar. Þá kemur fram að gera megi ráð fyrir að börnin hafi upplifað eða orðið vitni að ofbeldi og erfiðri hegðun fullorðins fólks á deildinni og óhætt sé að segja að aðstæður á deildunum hafi almennt verið til þess fallnar að vekja talsverðan ótta, kvíða og vanmátt.

Starfsfólki var jafnframt skipað að eiga sem fæst orð við þá foreldra sem hringdu á hælið til að fá fréttir af börnum sínum, en það var talið vekja upp óþarfa áhyggjur hjá foreldrunum. Þá er vitnað í fyrrverandi starfsmann sem segir enga heimsóknaraðstöðu hafa verið fyrir foreldra sem vildu hitta börn sín.

Fram kemur að starfsfólk hafi meðal annars brugðið til þeirra ráða að oflyfja, loka inni, binda eða fjötra barn til dæmis í spennitreyju, til þess að halda uppi stjórn og reglu á fullorðnisdeildunum. Þannig segir fyrrverandi starfsmaður á fullorðnisdeildinni:

„Ég var eitt sinn að koma úr hádegismat og yfir á karladeild þar sem ég var á vakt þegar ég gekk fram á vaktmann þar sem hann stóð yfir litlum og horuðum dreng, sjö eða átta ára gömlum, og hafði bundið hann við ofn í dagstofunni með báðar hendur fyrir aftan bak svo að drengurinn gat ekki borið hönd fyrir höfuð sér. Þarna stóð maðurinn yfir drengnum með hnefann á lofti, öskraði svo á hann að þegja, en barnið veinaði og grét og kastaði svo allt í einu upp á gólfið af einskærri skelfingu“

15 til 20 manns notuðu sama tannburstann

Lýsingar úr sjúkraskýrslum barna sem vistuð voru á hælinu eru jafnframt sagðar gefa vísbendingar um illa meðferð og og ofbeldi starfsfólks hælisins. Í einni skýrslunni, sem skrifuð er árið 1967 kemur til að mynda fram að starfsfólkið hafi brugðið til þess ráðs að binda barn „því annars klifrar hann út um allt.“ Í annarri skýrslu, frá árinu 1965 kemur fram að 6 ára drengur sé bundinn niður við rúm sitt.

Í annari skýrslu er greint frá 11 ára stúlku sem vistuð var á deildinni, en sú jórtraði og kastaði upp mat. Í refsingarskyni brá starfsfólk meðal annars til þess ráðst að sprauta upp í hana saltvatni, og þá var stúlkan spennt upp á á standbretti í láréttri stöðu þannig að andlit hennar sneri næst gólfi.

Í nokkrum færslum kemur fram að börn hafi verið látin klæðast sérsaumuðumgöllum sem reimaðir að aftan. Þá voru sum börnin látin klæðast nokkurs kona spennitreyju undir fötunum, þar sem handleggirnir voru bundnir fyrir aftan bak.
Var notkun á spennitreyjunum rökstudd með því að annars kynni það vistfólk, sem átti vanda til að slá höfði í vegg og slá til annarra, að skaða sjálft sig og aðra. Fram kemur að þroskaþjálfi sem starfaði á hælinu hafi minnst þess að sjá litla drengi eyða deginum á bak við læstar dyr, þar sem þeir hoppuðu á trébekkjum. „Þá hafi þeir rifið sig úr fötunum ef þau voru ekki reimuð föst á þá á bakinu og átt það til að hægja sér og klína saurnum á hvað sem fyrir varð,“ er haft eftir þroskaþjálfanum.

Í skýrslunni má jafnframt finna lýsingar á skelfilegri vanrækslu þegar kemur að hreinlæti og heilsa vistmanna á hælinu. Til að mynda var þeim ekki hjálpað sem voru ófærir um að skeina sér eftir klósettferðir og voru vistmenn ekki látnir þvo sér um hendur eftir að hafa farið á salernið. Þá var ekki hirt um tennur vistmanna, heldur voru þær dregnar úr ef þær skemmdust. Þá kemur fram að dæmi sé um að 15 til 20 manns hafi notað sama tannburstann.

Fyrrverandi starfsmaður segir hælið hafa verið „skelfilegan stað“ og þá er haft eftir fleirum. „Það fyrsta sem sló mig þegar ég kom til starfa á Kópavogshæli 15 ára var lyktin, þessi hræðilega lykt sem oddi við allt í elstu húsunum og erfitt er að lýsa, sennilega blanda af þvagi og lýsól sem varsótt hreinsunarefni þeirra tíma. ég var allsendis óviðbúin því sem mætti mér. Þarna kynntist ég meiri mannlegri niðurlægingu en mig hafði órað fyrir og ég hafði nokkurn tíma kynnst. Það sem ég sá var mér einfaldlega um megn.“

Fram kemur í skýrslunni að nefndin telji ekki tilefni til að álykta, út frá þeim upplýsingum sem til eru, að vistmenn á heimilinu hafi verið beittir kynferðislegu ofbeldi – þrátt fyrir að innlendar sem erlendar rannsóknir bendi til að hætta sé á slíkum brotum á stofnunum eins og Kópavogshæli.

Staðan skapaði verulega hættu

Þá telur nefndin að stjórn­völd hafi í veru­leg­um mæli van­rækt að skapa skil­yrði þar sem unnt hefði verið að mæta lög­bundn­um kröf­um um aðbúnað barna. Þá gagnrýnir nefndin hversu langað tíma það tók stjórn­völd að upp­fylla skýr­ar laga­skyld­ur um að opna barna­deild­ir við Kæopavogshæli. Þá gagn­rýn­ir nefndin sér­stak­lega að ekki hafi verið tryggt að þær for­send­ur sem lágu að baki ákvörðun um vist­un barns á Kópa­vogs­hæli hafi verið fylli­lega í sam­ræmi við ákvæði laga og stefnu­mót­un­ar um hælið.

Hér má finna skýrslu nefndarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
í gær

Öll bestu tíst vikunnar á einum stað: „Vona að gellan sem tók sig til og pissaði á gólfið á b5 sé á feitum bömmer“

Öll bestu tíst vikunnar á einum stað: „Vona að gellan sem tók sig til og pissaði á gólfið á b5 sé á feitum bömmer“
Fréttir
í gær

Ari Eldjárn gestur í vinsælum skemmtiþætti á BBC

Ari Eldjárn gestur í vinsælum skemmtiþætti á BBC
Fréttir
í gær

Guðni Th. skammaður fyrir syndir Ólafs Ragnars: „Að ná sér í eina með extra ananas“

Guðni Th. skammaður fyrir syndir Ólafs Ragnars: „Að ná sér í eina með extra ananas“
Fréttir
í gær

Atli Helgason fær ekki lögmannsréttindi

Atli Helgason fær ekki lögmannsréttindi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leikarinn Vilhelm Neto túlkar íslenska sumarið á einstakan hátt: „Á morgun ætla ég að fokka þér upp“

Leikarinn Vilhelm Neto túlkar íslenska sumarið á einstakan hátt: „Á morgun ætla ég að fokka þér upp“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Myndband: Milljónir hafa horft á heimsþekktan bloggara lofsama Ísland

Myndband: Milljónir hafa horft á heimsþekktan bloggara lofsama Ísland
Fyrir 2 dögum

Einstakur flokkur

Einstakur flokkur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hlustaðu á átakanlega upptöku: Þórhildur klökknaði í beinni útsendingu á Rás 1

Hlustaðu á átakanlega upptöku: Þórhildur klökknaði í beinni útsendingu á Rás 1