fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fréttir

Bandaríkjamenn og Bretar um helmingur ferðamanna

Auður Ösp
Þriðjudaginn 7. febrúar 2017 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bretar og Bandaríkjamenn voru um helmingur ferðamanna sem heimsóttu í janúar síðastliðnum en Bretar voru 28,2 prósent og Bandaríkjamenn 22,8 prósent af heildarfjölda. Þar á eftir koma Kínverjar, Þjóðverjar, Frakkar, Kanadamenn, Japanir, Hollendingar, Svíar, Pólverjar, Spánverjar og Danir. Þetta kemur fram í talningu Ferðamálastofu sem nær yfir allar brottfarir frá landinu um Leifsstöð.

Tæplega 136 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu í janúar síðastliðnum samkvæmt talningum Ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða 58.400 fleiri en í janúar á síðasta ári. Aukningin nemur 75,3 prósent milli ára.Aldrei hefur mælst jafn mikil aukning í janúar milli ára frá því Ferðamálastofa hóf talningar á Keflavíkurflugvelli en mest hefur hún verið síðustu ár.

Bandaríkjamönnum fjölgaði langmest milli ára í janúar eða um 16.581 og voru þeir ríflega tvöfalt fleiri í ár en í fyrra. Þá fjölgaði Bretum um 10.836 í janúar sem er 39,4 prósent aukning frá því í fyrra.

Ferðamenn hafa nærri fjórfaldast í janúar á fimm ára tímabili. Þannig hefur fjöldi ferðamanna frá Norður Ameríku nærri sjöfaldast, Bretar nærri fjórfaldast, Mið- og S-Evrópubúar meira en þrefaldast og ferðamenn frá löndum sem flokkast undir annað nærri fimmfaldast, Norðurlandabúum hefur hins vegar fjölgað minna eða um 36 prósent á tímabilinu 2013-2017.

Hlutfallsleg samsetning ferðamanna hefur breyst nokkuð frá árinu 2013. Í nýliðnum janúar voru Norðurlandabúar 5,3 prósent ferðamanna en hlutdeild þeirra af heild hefur lækkað verulega síðustu ár en hún var 16 prósent árið 2013.

Hlutdeild N-Ameríkana var hins vegar 25,9 prósent í janúar síðastliðnum og hefur hún hækkað jafnt og þétt frá árinu 2013. Bretland hefur verið hlutfallslega stærsta markaðssvæðið en hlutdeild þess hefur verið ríflega þriðjungur síðustu ár en lækkar nú lítillega. Hlutdeild Mið- og S-Evrópubúa hefur verið á líku róli á tímabilinu 2013 til 2017 og hlutdeild þeirra sem falla undir annað hefur vaxið á síðasta ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Indriði læknir þreyttur á vottorðabákninu – „Ég endurnýja sömu sjúkraþjálfarabeiðnina sem sjúklingur hafði fengið í 10 ár í röð fyrir sama bakverkjavandanum“

Indriði læknir þreyttur á vottorðabákninu – „Ég endurnýja sömu sjúkraþjálfarabeiðnina sem sjúklingur hafði fengið í 10 ár í röð fyrir sama bakverkjavandanum“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Í gær

Þrír forsetaframbjóðendur bera af á samfélagsmiðlum – Þetta eru tölurnar

Þrír forsetaframbjóðendur bera af á samfélagsmiðlum – Þetta eru tölurnar
Fréttir
Í gær

CCP og Smitten efst á nýjum lista Great Place to Work

CCP og Smitten efst á nýjum lista Great Place to Work
Fréttir
Í gær

Tryggvi segir málið með ólíkindum – „Ég á það, ég má það“

Tryggvi segir málið með ólíkindum – „Ég á það, ég má það“
Fréttir
Í gær

Ófögur sjón mætti Kristjáni í gærkvöldi: „Maðurinn sem gerði þetta er í haldi lögreglunnar“

Ófögur sjón mætti Kristjáni í gærkvöldi: „Maðurinn sem gerði þetta er í haldi lögreglunnar“