fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Sakaði fyrrum unnusta um þrjár líkamsárásir

Auður Ösp
Mánudaginn 27. febrúar 2017 13:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur sýknað karlmann af ákæru um líkamsárásir en honum var gefið að sök að hafa þrisvar sinnum ráðist á fyrrum unnusta sína og veitt henni áverka. Orð stóð gegn orði í málinu og ekki þóttu nægilega miklar sannanir vera til staðar til að hægt væri að sakfella manninn.

Fram kemur í dómnum að maðurinn og konan hafi verið í föstu sambandi á árinu 2014, en slitið því í lok þess árs. Konan sagði fyrstu árásina hafa átt sér stað þann 16.júní 2015. Þá hefði maðurinn ráðist á hana í samkvæmi og veitt henni högg í andlitið með þeim afleiðingum að hún fékk glóðarauga. Hún sagði manninn hafa ráðist á sig á ný sex dögum síðar fyrir utan veitingahús, hrint henni í jörðina og haldið henni niðri. Þá sagði hún þriðju árásina hafa átt sér stað þann þann14. ágúst sama ár, í íbúð mannins. Maðurinn hefði þá snúið upp á hönd hennar og barið hana í höfuðið. Konan kærði þriðju árásina þann 16.ágúst en fyrri tvær árásirnar kærði hún þann 19.ágúst.

Fram kemur í dómnum að konan hafi leitað í tvö skipti á heilsugæslu. Fyrra skiptið var þann 21.júní en konan lýsti því þannig að hún og maðurinn hefðu hætt saman í nóvember en haldið áfram að umgangast hvort annað þar sem þau ættu sameiginlegan vinhóp. Sagði hún að þau hefðu nóttina áður, þann 20. júní, farið að rífast fyrir utan veitingahús og hann hefði þá hrint henni harkalega þannig að hún skrámaðist á augabrún. Sagðist hún hafa staðið upp og hann öskrað á hana að hún ætti að liggja kyrr á jörðinni. Hann hafi rifið í hárið á henni og neytt hana til að leggjast aftur á jörðina með því að halda um hárið á henni.

Þá leitaði konan aftur á heilsugæslu þann 17.ágúst til að fá skráða áverka sem hún sagðist hafa orðið fyrir þann 14.ágúst. Sagði hún að hún og maðurinn hefðu tekið aftur saman í júlímánuði en síðan hefði komið til átaka á milli þeirra heima hjá honum. Sagði hún mannin hafa rifið í hárið á henni, ætlað að draga hana út, hún hafi barist á móti og þá hafi hann ýtt henni niður og slegið hana í andlitið. Síðan hafi hann tekið kodda og þrýst að andliti hennar. Hún hafi losnað með því að sparka í hann. Hann hafi snúið upp á vinstri úlnlið hennar og þvingað aftur fyrir bak. Hún hafi losnað með því að bíta hann fast. Hann hafi þá slegið hana aftur í andlitið. Þá hafi hún farið.

Fram kemur í læknisvottorði að konan hafi verið aum í úlnlið, með fleiður á kinnbein og óljós mar við augabrún en engir sjáanlegir áverkar hafi verið á henni.

Í tengslum við fyrsta tilvikið kom eitt vitni kom fyrir dóminn sem fylgdist með skiptum mannsins og konunnar umrætt kvöld. Vitnið sagðist ekki hafa séð manninn slá konuna og þá sagðist maðurinn sjálfur aldrei hafa séð konuna með glóðarauga.

Varðandi seinni tilvikin tvö stóð orð gegn orði. Varðandi tilvikið þann 20.júlí sagði maðurinn að konan hefði krafið hann um afsökunarbeiðni eftir að hann sagðist hafa sofið hjá vinkonu hennar. Hann hefði þá togað í hana þannig að hún snerist um sjálfa sig og datt fram fyrir sig á götuna. Hún hefði legið þar á grúfu og ekkert viljað með hann hafa. Hafi skiptum þeirra lokið með þessu í þetta sinn.

Aðspurður um tilvikið þann 14.ágúst neitaði maðurinn að hafa ráðist á konuna með þeim hætti sem lýst er í ákærunni. Þá sagði vitni sem kom seinna um kvöldið í íbúðina að áverkar hefðu verið á manninum en engir áverkar hefðu verið á konunni. Þá sagði nágranni á efri hæð hússins að ekkert hefði heyrst úr íbúðinni sem gæfi til kynna átök.

Maðurinn var því sýknaður á grundvelli þess að ekki var nægileg sönnun til staðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð
Fréttir
Í gær

Lögregla fann 29 dauða nautgripi á bæ á Norðurlandi Vestra

Lögregla fann 29 dauða nautgripi á bæ á Norðurlandi Vestra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“