fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fréttir

Lögreglan biður fólk að halda sig heima

Snjómokstur tefst í götum þar sem bílar eru fastir

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 26. febrúar 2017 10:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Snjó kyngdi niður á suðvesturhorninu í nótt og í morgun. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ítrekar að fólk reyni ekki að fara af stað fyrr en búið er að ryðja snjó af götum. Í tilkynningu frá Lögreglunni segir að miður hafi nokkrir vegfarendur ofmetið getu ökutækja sinna og hafi óskað eftir aðstoð vegna þess að þeir hafa fest sig. Lögreglan og björgunarsveitir geta ekki aðstoðað í slíkum tilvikum þar sem að ekki er nægur mannskapur í að sinna slíkum verkefnum. Snjómokstur tefst því í þeim götum þar sem bílar eru fastir og biður lögreglan því fólk að halda sig heima þar til að snjómokstur er kominn vel af stað.

Allar leiðir út úr Reykjavík fyrir utan Reykjanesbrautina voru lokaðar í morgun en nú á ellefta tímanum hefur Kjalarnesið verið opnað en ennþá eru allar leiðr austur úr borginni lokaðar samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.

Samkvæmt veðurstofu Íslands mældist snjódýptin í Reykjavík kl 9:00 í morgun 51 cm! Það er nýtt met fyrir febrúar en gamla metið var 48 cm og er frá árinu 1952. Mesta snjódýpt sem mælst hefur í Reykjavík er 55 cm en það var 18 janúar 1937.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Manndráp í Kiðjabergi – Mennirnir voru að byggja sumarbústað

Manndráp í Kiðjabergi – Mennirnir voru að byggja sumarbústað
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Fjallar um fordóma gegn Baldri – „Hafa litlu mennirnir fengið háværari rödd?“

Fjallar um fordóma gegn Baldri – „Hafa litlu mennirnir fengið háværari rödd?“
Fréttir
Í gær

Jón Magnús um þráhyggju virkra í athugasemdum – Bólusetningum kennt um allt sem úrskeiðis fer

Jón Magnús um þráhyggju virkra í athugasemdum – Bólusetningum kennt um allt sem úrskeiðis fer
Fréttir
Í gær

Sundlaugargestir æfir yfir fyrirhuguðum breytingum: „Notið peningana í þarfari hluti“

Sundlaugargestir æfir yfir fyrirhuguðum breytingum: „Notið peningana í þarfari hluti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Siggi hakkari fluttur til Danmerkur og veitti Ekstrabladet viðtal – Mikið gert úr njósnum en lítið úr kynferðisbrotunum

Siggi hakkari fluttur til Danmerkur og veitti Ekstrabladet viðtal – Mikið gert úr njósnum en lítið úr kynferðisbrotunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögmaður fór dagavillt og því þarf að byrja allt málið upp á nýtt

Lögmaður fór dagavillt og því þarf að byrja allt málið upp á nýtt