fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Yfir 100 lögfræðistofur gefa vinnu gegn Trump

Met aukning í fjárframlögum til mannréttindasamtaka í Bandaríkjunum

Ritstjórn DV
Laugardaginn 25. febrúar 2017 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjárframlög og loforð um aðstoð streyma nú til þekktustu mannréttindasamtaka Bandaríkjanna í kjölfar tilskipana Donalds Trump er varða innflytjendur. ACLU samtökin eru þekktustu mannréttindasamtök Bandaríkjanna og leiddu meðal annars baráttuna fyrir réttindum blökkumanna í Bandaríkjunum víðs vegar á sjöunda áratugnum.

79 milljónir dollara í styrk

Eftir að Trump tók við embætti forseta hafa samtökin fengið fjárhagslegan stuðning og annars konar aðstoð í algjörlega óþekktu magni. Þetta hefur norska ríkisútvarpið eftir Arthur Eisenberg, leiðtoga samtakanna í New York. 12. febrúar síðastliðinn höfðu samtökin fengið 79 milljónir dollara í stuðning frá því Trump var kjörinn forseti 8. september á síðasta ári. Fyrstu dagana eftir að Trump gaf út tilskipun sína um bann við komum innflytjenda til landsins í byrjun janúar fengu samtökin 24 milljónir dollara í stuðning. Það er sex sinnum hærri fjárhæð en samtökin fá að öllu jöfnu í stuðning á ársgrundvelli. Stuðningurinn hefur borist samtökunum án þess að þau hafi farið af stað með herferðir eða auglýsingar, fólk hefur einfaldlega fundið sig knúið til að styðja við þau.

Þá hefur félögum í samtökunum snarfjölgað, yfir tvöfaldast, og eru nú 1,2 milljónir manna sem greiða félagsgjöld til ACLU.

Lögfræðistofa svarar í símann

Auk þessa vekur athygli að gríðarlegur fjöldi lögfræðistofa, yfior 100 talsins og meðal annars stærstu og virtustu stofurnar, hafa boðið fram krafta sína án þess að fara fram á greiðslu fyrir. „Svo að segja allar stærstu lögfræðistofurnar hafa boðist til að vinna ókeypis fyrir okkur,“ segir Eisenberg. Lögfræðistofurnar bjóða fyrst og fremst lögfræðilega aðstoð sína en sumar ganga lengra. Þannig tók lögfræðistofan Simpsons, Thatcher & Bartlett að sér símsvörun og úrvinnslu tölvupósta fyrir ACLU, sem var að drukkna í slíkum erindum fyrstu dagana eftir tilskipun forsetans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu