fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Íslendingar vilja ekki áfengi í matvöruverslanir

Mikill munur á afstöðu til sterks áfengis, léttvíns og bjórs

Kristín Clausen
Föstudaginn 24. febrúar 2017 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stór hluti Íslendinga er andvígur því að leyfa sölu áfengis í matvöruverslunum á Íslandi. Þetta sýnir nýleg könnun MMR sem framkvæmd var dagana 10. til 15. febrúar 2017. Nokkur munur var á afstöðu eftir því hvort um var að ræða sölu á sterku áfengi eða léttu áfengi og bjór. Töluvert hærra hlutfall svarenda kváðust andvígir sölu á sterku áfengi (74,3%) í matvöruverslunum heldur en sölu á léttu áfengi og bjór (56,9%). Einungis 15,4% kváðust hlynnt sölu á sterku áfengi í matvöruverslunum en 32,7% kváðust hlynnt sölu á léttu áfengi og bjór.

Rannsóknaraðferð

Úrtak: Einstaklingar, 18 ára og eldri valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMRKönnunaraðferð: Spurningavagn MMRSvarfjöldi: 908 einstaklingar Dagsetning framkvæmdar: 10.-15. febrúar 2017

Munur á afstöðu eftir lýðfræðihópum – sterkt áfengi

Konur voru almennt líklegri en karlar til að vera andvígar sölu sterks áfengis í matvöruverslunum. Af konum kváðust 70% vera mjög andvígar sölu sterks áfengis í matvöruverslunum og 58% karla. Af körlum kváðust 14% vera mjög hlynntir sölu sterks áfengis í matvöruverslunum en 5% kvenna.

Andstaða við sölu sterks áfengis í matvöruverslunum jókst með auknum aldri en 46% þeirra á aldrinum 18-29 ára kváðust mjög andvíg og 81% þeirra sem voru 68 ára eða eldri.

Stuðningsmenn Vinstri grænna voru hvað líklegastir til að vera andvígir sölu sterks áfengis í matvöruverslunum en 89% þeirra kváðust vera andvíg. Minnst andstaða var hjá stuðningsmönnum Pírata (55%), Sjálfstæðisflokks (65%) og Bjartrar framtíðar (65%).

Munur á afstöðu eftir lýðfræðihópum – létt áfengi

Konur reyndust almennt séð líklegri en karlar til að vera andvígar sölu létts áfengis og bjórs í matvöruverslunum. Af kvenkyns svarendum kváðust 50% mjög andvígar en 43% karla. Af karlkyns svarendum kváðust 28% vera mjög hlynntir en 13% kvenna.

Af fólki á aldrinum 18-29 ára kváðust 42% vera andvíg sölu létts áfengis og bjórs í matvöruverslunum en 43% hlynnt.

Mynd: MMR

Andstaðan jókst með hækkandi aldri og í elsta aldurshópnum kváðust 61% andvíg en 28% hlynnt.
Stuðningsmenn Viðreisnar reyndust líklegust til að vera hlynnt sölu létts áfengis og bjórs í
matvöruverslunum, eða 58%.

Af stuðningsmönnum Bjartrar framtíðar kváðust 49% vera hlynnt og 48% stuðningsmanna Pírata. Einungis 19% stuðningsmanna Vinstri grænna kváðust hlynnt sölu á léttu áfengi og bjór í matvöruverslunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð
Fréttir
Í gær

Lögregla fann 29 dauða nautgripi á bæ á Norðurlandi Vestra

Lögregla fann 29 dauða nautgripi á bæ á Norðurlandi Vestra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“