fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Fréttir

Guðmundar- og Geirfinnsmálin: Niðurstaða endurupptökunefndar birt í dag

43 ár frá hvarfi mannanna tveggja – Þekktasta sakamál Íslandssögunnar

Ritstjórn DV
Föstudaginn 24. febrúar 2017 10:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Endurupptökunefnd mun í dag birta úrskurði sína í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. Um er að ræða úrskurði nefndarinnar að því er lýtur að hvort taka ætti upp að nýju mál sexmenninganna sem dæmd voru fyrir aðild sína að hvarfi þeirra Guðmundar Einarssonar og Geirfinns Einarssonar. Kynna á niðurstöðuna klukkan 14:00.

Endurupptökunefnd hefur fjallað um mál þeirra Sævars Ciesielskis, Kristjáns Viðars Viðarssonar, Alberts Kahn Skaftasonar, Tryggva Rúnars Leifssonar, Guðjóns Skarphéðinssonar og Erlu Bolladóttur frá árinu 2015 en málið hefur búið með þjóðinni allt frá árinu 1974 þegar þeir Guðmundur og Geirfinnur hurfu. Lík þeirra hafa aldrei fundist. Dómur féll í málunum, sem voru flutt sem eitt, árið 1980. Þar var Sævar dæmdur í sautján ára fangelsi, Kristján Viðar í sextán ára fangelsi en aðrir fengu styttri dóma. Dómar féllu meðal annars á grundvelli játninga sakborninga, þrátt fyrir að Kristján Viðar, Sævar og Erla hafi öll dregið játningar sínar til baka áður en dómur féll.

Sakborningar í málinu hafa í gegnum árin haldið því fram játningar þeirra hafi verið þvingaðar fram, meðal annars með einangrunarvist og nauðung. Sævar fór tvívegis fram á endurupptöku á málinu en var synjað. Hann lést árið 2011. Erla fór fram á endurupptöku málsins árið 2000 en var einnig synjað. Aðrir sakborningar í málinu höfðu einnig farið fram á að málið yrði tekið upp að nýju ef frá er talinn Kristján Viðar. Ríkissaksóknari beindi því hins vegar til endurupptökunefndar að mál hans yrði einnig skoðað.

Til stóð að kynna niðurstöðu endurupptökunefndarinnar á síðasta ári en ábending sem barst í tengslum við hvarf Geirfinns olli því að það tafðist á meðan henni var fylgt eftir. Greint hefur verið frá því að ábendingin hafi ekki breytt niðurstöðu nefndarinnar.

Starfshópur sem skipaður var af Ögmundi Jónassyni þáverandi innanríkisráðherra skilaði í mars 2013 skýrslu þar sem fram kom að hafið væri yfir allan skynsamlegan vafa að framburður þeirra sem dæmdir voru hefði ýmist verið óáreiðanlegur eða falskur. Davíð Þór Björgvinsson var settur ríkissaksóknari í málinu árið 2014 og komst hann að því að rök væru fyrir hendi til endurupptöku í málum þriggja sakborninga. Síðan þá hefur endurupptökunefnd metið hvort slík rök væru fyrir hendi. Úrskurðirnir í dag verða í máli hvers sakbornings fyrir sig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Jóhann á flótta undan réttvísinni – Ákærður fyrir vörslu og dreifingu barnaníðsefnis en mætir ekki fyrir dóm

Jóhann á flótta undan réttvísinni – Ákærður fyrir vörslu og dreifingu barnaníðsefnis en mætir ekki fyrir dóm
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Heiða neitaði að spila lag með Hallbirni Hjartarsyni – „Næsti hlustandi sem náði inn öskraði á mig“

Heiða neitaði að spila lag með Hallbirni Hjartarsyni – „Næsti hlustandi sem náði inn öskraði á mig“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fá ekki endurgreitt þrátt fyrir dónaskap fararstjóra

Fá ekki endurgreitt þrátt fyrir dónaskap fararstjóra
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Jón Sverrir er barnaníðingurinn í Dalslaug – Var búinn að ávinna sér traust 13 ára drengja í marga mánuði

Jón Sverrir er barnaníðingurinn í Dalslaug – Var búinn að ávinna sér traust 13 ára drengja í marga mánuði