fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fréttir

Lirfur búnar að leggja undir sig eldhús Kolbrúnar

„Maður er bara með hroll um allan líkamann“

Kristín Clausen
Fimmtudaginn 23. febrúar 2017 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eldhússkáparnir iða af lífi
Kolbrún Dögg Eldhússkáparnir iða af lífi

Mynd: Úr einkasafni

„Þetta er hreint út sagt ömurlegt, það er ekki eins og ég syndi í seðlum,“ segir Kolbrún Dögg Arnardóttir sem hefur lent í því tvívegis, með þriggja mánaða millibili, að allur þurrmatur á heimili hennar iðar af lífi. Kolbrún segir að þetta komi sér mjög illa þar sem hún hafi verið byrjuð að safna í bakstur fyrir fermingu sonar síns.

Þetta kom fyrst upp í lok nóvember í fyrra. „Þá hentum við öllu og innréttingin var þrifin í bak og fyrir. Skáparnir voru sótthreinsaðir og við færum allar hillur úr stað til að ná inn á milli allstaðar. Svo núna þremur mánuðum síðar er þetta komið aftur.“

Kolbrún segir að hún hafi bundið vonir við að tryggingarnar myndu borga út tjónið en svo er ekki.

„Ég þurfti að henda öllu. Það eina sem er eftir eru nokkrar niðursuðudósir. Síðustu aurar mánaðarins fóru svo í að kaupa skordýraeitur þar sem ég hef ekki efni á því að fá meindýraeyði heim.“

Hún segir að lirfurnar hafi ekki aðeins verið í opnum umbúðum heldur hafi verið búnar að smeygja sér undir eða í gegnum óopnaðar plastumbúðir.

„Maður er bara með hroll og ég vona svo sannarlega að ég losni við þetta núna.“

Kolbrúnu þykir þó undarlegt að ekkert hafi sést til lifranna í þessa þrjá mánuði. Svo eins og hendi væri veifað voru þær komnar út um allt.

„Mér þykir þetta mjög skrítið. Að það líði þessi langi tími og svo allt í einu iðar allt af lífi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Yfirmaður á hjúkrunarheimili snýr til baka úr leyfi í skugga ásakana um áreitni við ungt starfsfólk

Yfirmaður á hjúkrunarheimili snýr til baka úr leyfi í skugga ásakana um áreitni við ungt starfsfólk
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Grunur um manndráp á Akureyri

Grunur um manndráp á Akureyri