fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Aðeins tvær borgir berjast um Ólympíuleikana 2024

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 23. febrúar 2017 09:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alþjóðaólympíunefndin kemur saman í september næstkomandi þar sem keppnisstaður fyrir Ólympíuleikana árið 2024 verður ákveðinn.

Borgaryfirvöld í Búdapest í Ungverjalandi tilkynntu í gær að þau hefðu dregið umsókn sína um að halda leikana til baka. Það þýðir að eftir standa París og Los Angeles.

Árið 2015 tilkynntu bæði borgaryfirvöld í Boston og Hamburg að þau myndu ekki sækjast eftir því að halda leikana og Róm dró umsókn sína til baka í fyrrahaust.

Rúmlega 250 þúsund Ungverjar skrifuðu undir áskorun þess efnis að yfirvöld í Búdapest myndu draga umsókn sína til baka. Við því var orðið og voru rökin meðal annars þau að peningunum væri betur varið í heilbrigðis- og menntakerfi landsins.

Kostnaður við að halda Ólympíuleika er gríðarlegur og fráhrindandi fyrir margar borgir. Ólympíuleikarnir hafa tvisvar verið haldnir í París; árin 1900 og 1924 og tvisvar sinnum í Los Angeles; árið 1932 og 1982.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu