fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

214 dómsmál vegna forsjármála eða lögheimilis

Frá árinu 2013 hefur 1.550 sáttameðferðarmálum verið lokið hjá sýslumannsembættunum

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 23. febrúar 2017 11:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á síðustu fjórum árum hafa verið höfðuð 214 dómsmál vegna forsjármála eða lögheimils barna. Jafn mörg mál voru tekin fyrir hjá Héraðsdómi Reykjavíkur og Héraðsdómi Reykjaness, 89 talsins í báðum tilvikum en 36 mál voru höfðuð á landsbyggðinni.

Þetta kemur fram í svari Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra við fyrirspurn Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur, þingmanns Vinstri grænna. Á sama árabili var fjöldi sáttameðferðamála í forsjár- og/eða lögheimilismálum sem rekin voru hjá embættum sýslumanna á landinu 773 talsins, fjöldi umgengnismála 694 og dagsektarmál voru 83. Af þeim náðist sátt í rétt tæplega helmingi tilfela. Hlutfall forsjár- og/eða lögheimilismála sem lauk með sátt var 45 prósent, sátt náðist í 55 prósent umgengnismála og í 40 prósent dagsektarmála.

Þá kemur einnig fram í svarinu að að jafnaði líði tveir til þrír mánuðir frá því að sáttameðferð hefst og þar til henni líkur. Þó geti í einstökum tilfellum liðið lengri tími og allt upp í níu til tólf mánðuði. Ekki kemur fram hver niðurstaðan í þeim meðferðum er, það er hvort oftar náist sátt í þeim málum sem taka styttri tíma eða lengri.

Í svari ráðherrans kemur fram að um sé að ræða þau mál sem lokið var á árunum 2013 til og með 2016. Hins vegar séu, svo dæmi sé tekið, enn yfir 100 mál opin hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu sem stofnað var til á síðasta ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð
Fréttir
Í gær

Lögregla fann 29 dauða nautgripi á bæ á Norðurlandi Vestra

Lögregla fann 29 dauða nautgripi á bæ á Norðurlandi Vestra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“