fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Varpar fram nýrri kenningu um hvarf Madeleine McCann

Brátt verða liðin 10 ár frá hvarfi Madeleine – Fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður opnar sig um málið

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 22. febrúar 2017 09:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýrri kenningu um hvarf Madeleine McCann, ungu stúlkunnar sem hvarf sporlaust í Algarve í Portúgal árið 2007, var varpað fram á ITV-sjónvarpsstöðinni í Bretlandi í gærmorgun. Brátt verða liðin tíu ár frá hvarfinu en ekkert hefur spurst til stúlkunnar, sem var tæplega fjögurra ára þegar hún hvarf frá dvalarstað fjölskyldu sinnar í Praia da Luz þann 3. maí það ár.

Sögð hafa farið sjálf úr íbúðinni

Samkvæmt kenningunni í morgunþætti ITV-sjónvarpsstöðvarinnar, This Morning, í gærmorgun fór Madeleine sjálf úr íbúð fjölskyldunnar í leit að foreldrum sínum. Hingað til hefur því verið haldið fram að einhver hafi komist inn í íbúðina og numið stúlkuna á brott, en samkvæmt kenningu Mark Williams-Thomas í þættinum í gærmorgun yfirgaf Madeleine sjálf íbúðina þegar hún áttaði sig á því að foreldrar hennar voru hvergi sjáanlegir. Eins og komið hefur fram fóru McCann-hjónin úr íbúð sinni til að fá sér að borða meðan börn þeirra sváfu, Madeleine þar á meðal.

Kom að rannsókninni

Mark þessi er fyrrverandi lögreglumaður og núverandi rannsóknarblaðamaður sem sýnt hefur málinu mikinn áhuga. Ekki liggur alveg ljóst fyrir hvað Mark hefur fyrir sér í þessum efnum en hann starfaði sem rannsóknarlögreglumaður á sínum tíma og kom að rannsókn málsins eftir hvarfið. Aðeins nokkrum dögum eftir að Madeleine hvarf fór hann til Portúgals ásamt fulltrúum bresku lögreglunnar.

Tjá sig ekki um vangaveltur

„Morguninn sem Madeleine hvarf vitum við að hún fór til foreldra sinna og spurði hvar þau hefðu verið kvöldið áður. Og ég held að Madeleine hafi vitað að þau hafi verið á tapas-staðnum kvöldið sem hún hvarf. Til að komast þangað þarf að fara út af lóðinni við hótelið og ganga smáspöl við umferðargötu. Þess vegna óttast ég að Madeleine hafi vaknað, farið að leita að foreldrum sínum og farið út,“ sagði hann og bætti við að svaladyr herbergisins hafi verið ólæstar. Þegar út var komið hafi einhver numið hana á brott.

Foreldrar Madeleine hafi ekki tjáð sig beint um þessa kenningu en breska blaðið Daily Mail hefur eftir talsmanni hjónanna að aðeins sé um vangaveltur að ræða og McCann-hjónin muni ekki tjá sig um þær. Heimildarmaður blaðsins, sem ku þekkja vel til hjónanna, segir þó að hjónin séu mjög undrandi á því að kenningin komi nú fram í dagsljósið og þyki raunar ekki mikið til hennar koma.

Í umfjöllun Daily Mail kemur fram að lögregla rannsaki nú þá kenningu að evrópskur mansalshringur hafi komið að hvarfinu. Rannsókn á hvarfinu stendur enn yfir. Ólíklegt þykir þó að meira fé fáist frá hinu opinbera til að standa straum af kostnaðinum lengur en út þetta ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Í gær

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala
Fréttir
Í gær

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“
Fréttir
Í gær

Tveir nýir meðeigendur hjá Expectus

Tveir nýir meðeigendur hjá Expectus