fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

„Ótrúlegt að heill þingflokkur taki þátt í þessu rugli“

Brynjar Níelsson hellir sér yfir Pírata – Vilja laga lögin

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 22. febrúar 2017 10:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir frumvarp þingmanna Pírata um breytingar á lögum um kjararáð vera rugl og hentistefnu. Búið sé að rugla alla umræðu um kjör þingmanna og samfélagið allt sé orðið smitað af ruglinu.

Kjararáð úrskurðaði 29. október síðastliðinn að hækka bæri laun þingmanna um 340 þúsund krónur á mánuði, laun ráðherra um 480 þúsund krónur og laun forseta Íslands um tæpar 700 þúsund krónur á mánuði. Hækkanirnar ollu strax miklum deilum sem staðið hafa fram á þennan dag. Þannig hefur því verið lýst yfir í borgarstjórn að þar verði laun ekki hækkuð í samræmi við úrskurðinn en laun borgarfulltrúa eru hlutfall af þingfararkaupi. Þá risu miklar deilur á Alþingi vegna málsins sem meðal annars urðu til þess að greiðslur vegna starfskostnaðar þingmanna voru lækkaðar.

Ekki nóg að gert

Það þykir Pírötum hins vegar ekki nóg og hafa lagt fram frumvarp á Alþingi til breytinga á lögum um kjararáð. Í frumvarpinu er lagt til að samþykkt verði bráðabirgðaákvæði við lögin þar sem kjararáði er gert skylt að kveða upp úrskurð sem feli í sér lækkun launa alþingismanna og ráðherra, þvert á fyrri úrskurð ráðsins. Ákvörðun ráðsins skal byggja á almennri launaþróun frá 11. júní 2013. Er kjararáði gefið til 28. febrúar næstkomandi.

Brynjar mætti í Morgunútvarp Rásar 2 í morgun ásamt Birni Leví Gunnarssyni, þingmanni Pírata, og ræddu þeir frumvarpið. Björn lýsti því að Píratar leggi á það áherslu að þeir vilji að frumvarpinu verði dreift í þinginu. Þess ber þó að geta að fáheyrt er að frumvarp sem þetta sé afgreitt á svo stuttum tíma sem raun ber vitni.

Segir ekki ótrúlegt að Píratar taki þátt í þessu rugli

Brynjar er hinn óánægðasti með frumvarpið og umræðuna alla, sem hann sagði í Morgunútvarpinu að væri rugl. Eftir fjármálahrunið hefði verið tekin ákvörðun um að lækka laun þeirra hópa sem fengju laun ákvörðuð af kjararáði þar til komist væri fyrir vind í efnahagsmálum. Þeir hópar hefðu síðan setið eftir þar til á síðasta ári.

„Þetta er ruglumræða, Björn, og ótrúlegt að heill þingflokkur taki þátt í þessu rugli, að vísu ekki ótrúlegt með ykkur. En þetta er umræða sem er gjörsamlega óþolandi og búin að smita allt samfélagið og rugla alla umræðu. Mjög einföld leið, menn eru að fara að lögum. Ef menn vilja hinsvegar hafa þingmenn öðruvísi og lægri þá skulu menn bara setja sérstök lög um það. Taka þetta kjararáð bara út. Það þýðir ekki að búa til kjararáð til að úrskurða og dæma og svo þegar dómurinn hentar ekki einhverju fólki að þá á að taka það úr gildi. Þessi hugsun er galin,“ sagði Brynjar.

Ekkert flókið

Björn svaraði því til að Píratar vildu bregðast við úrskurði kjararáðs og laga hann þar sem augljóslega væri pottur brotinn í honum. Píratar vildu engu að síður halda í kjararáð. „Þannig að við lögum lögin, setjum skilmerkilega fram að það þurfi að fara eftir stjórnsýslulögum og upplýsingalögum og biðjum þá um að kveða upp nýjan úrskurð, byggðum á nýjum lögum um kjararáð. Ekkert flókið við það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu