fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Instagram-stjarna hætti lífi sínu fyrir hina fullkomnu mynd – Myndbandið er ekki fyrir lofthrædda

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 22. febrúar 2017 07:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viki Odintcova er ein vinsælasta Instagram-stjarna Rússlands. Fylgjendur Viki, sem starfar sem fyrirsæta, hennar á þessum vinsæla samfélagsmiðli eru 3,3 milljónir talsins.

Viki komst í heimsfréttirnar á dögunum þegar myndband birtist af henni í afar hættulegum aðstæðum á einni hæstu byggingu Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.

Eins og sést á meðfylgjandi myndbandi – sem er ekki fyrir lofthrædda – hélt Viki í höndina á félaga sínum meðan hún hékk fram af byggingunni. Allt var þetta gert til að ná hinni fullkomnu ljósmynd.

Ekki þarf að fjölyrða um hættuna sem Viki var í og ljóst er að ekki hefði þurft að spyrja að leikslokum hefði hún misst takið. Lögreglan í Dúbaí komst á snoðir um málið og yfirheyrði fyrirsætuna og fylgdarlið vegna málsins.

Halil Ibragim Al-Mansuri, hjá lögreglunni í Dúbaí, sagði í samtali við breska fjölmiðla að Viki hafi komið sér í mikla hættu með athæfi sínu. Henni var þó ekki refsað sérstaklega heldur látin skrifa undir yfirlýsingu þess efnis að hún myndi ekki taka upp á þessu aftur.

Sjálf hefur Viki sagt að lögreglan ætti að þakka henni fyrir þar sem hún hafi bent á að öryggismálum væri ábótavant í turninum, sem ber heitið Cayan Tower. Viki segir að hún hafi vissulega verið kvíðin vegna tökunnar en mestu máli skipti að allt hafi farið vel á endanum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu