fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Laun Birnu munu ekki lækka þrátt fyrir ákvörðun kjararáðs

Úrskurðað um laun bankastjóra Íslandsbanka í dag – Launin myndu lækka um 40% – Uppsagnarfrestur og gildistaka nýrra laga þýða að ekkert breytist

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 21. febrúar 2017 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Laun Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka, munu ekki lækka þrátt fyrir úrskurð kjararáðs í dag um að launakjör hennar. Úrskurðurinn er sá fyrsti um laun bankastjóra Íslandsbanka síðan íslenska ríkið eignaðist bankann að fullu síðasta vor. Kjararáð ákvað að laun Birnu ættu að vera um tvær milljónir króna á mánuði með álagi og yfirvinni. Það þýðir að laun Birnu myndu lækka um ríflega 40% en samkvæmt ársreikningi Íslandsbanka fyrir árið 2015 námu laun hennar um 3,7 milljónum króna á mánuði, að undanskildum frammistöðutengdum greiðslum upp á 7,2 milljónir það ár.

Skotheldur ráðningarsamningur og lagabreyting

Þrátt fyrir að íslenska ríkið hafi yfirtekið Íslandsbanka í fyrra þá voru kjör Birnu aldrei færð undir kjararáð sem kvað ekki upp úrskurð sinn fyrr en nú. En líkt og fram kom í umfjöllun DV um hlunnindi lykilstjórnenda Íslandsbanka í blaðinu sem kom út í dag breytir kjararáðsúrskurðurinn nú í raun engu. Ástæðan er tvíþætt.

Annars vegar þarf að segja upp núverandi ráðningarsamningi Birnu við Íslandsbanka til að færa hana undir kjararáð. Í ráðningarsamningi Birnu hjá bankanum er kveðið á um 12 mánaða uppsagnarfrest þar sem hún myndi halda óbreyttum launum þann tíma. Síðan taka taka gildi ný lög um kjararáð þann 1. Júlí næstkomandi þar sem ákvörðunarvald um laun bankstjórans flytjast aftur frá kjararáði til stjórnar bankans.

Stjórnin mótfallin lækkun

Af yfirlýsingum stjórnar bankans í úrskurði kjararáðs að dæma virðist útilokað að hún lækki laun bankastjórans jafn hraustlega og kjararáð.

Í bréfi stjórnarinnar til kjararáðs segir að Íslandsbanki hafi “ríka hagsmuni af því að geta boðið stjórnendum sínum samkeppnishæf launakjör og telur þá aðstöðu kunna að vera skaðlega fyrir bankann, eigendur hans og aðra haghafa, ef starfskjör bankastjórans séu ákvörðuð mun lakari en starfskjör undirmanna hans.”

Úrskurður kjararáðs í dag um laun bankastjóra Íslandsbanka virðist því í raun hafa verið eitthvað sem þurft hafi að gera, en muni aldrei koma til framkvæmda samkvæmt upplýsingum DV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Hartman í Val
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ofbeldismenn herja á starfsfólk Héraðssaksóknara

Ofbeldismenn herja á starfsfólk Héraðssaksóknara
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Ósátt við myndatöku af hnúajárni og „neyslupokum“ en fær hvorki bætur né afslátt af húsaleigunni

Ósátt við myndatöku af hnúajárni og „neyslupokum“ en fær hvorki bætur né afslátt af húsaleigunni
Fréttir
Í gær

Alræmdur glæpamaður laus undan bagga fortíðar í augum dómara -„Ég skal berja og lemja þig alveg eins og harðfisk“

Alræmdur glæpamaður laus undan bagga fortíðar í augum dómara -„Ég skal berja og lemja þig alveg eins og harðfisk“
Fréttir
Í gær

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“
Fréttir
Í gær

Úkraínskir hobbýdrónar gera rándýrum rússneskum skriðdrekum lífið leitt

Úkraínskir hobbýdrónar gera rándýrum rússneskum skriðdrekum lífið leitt
Fréttir
Í gær

Hrikaleg líkamsárás í Síðumúla

Hrikaleg líkamsárás í Síðumúla
Fréttir
Í gær

Lamaðist fyrir neðan háls í alvarlegu slysi fyrir sjö árum en komst engu að síður á topp Hvannadalshnjúks

Lamaðist fyrir neðan háls í alvarlegu slysi fyrir sjö árum en komst engu að síður á topp Hvannadalshnjúks