fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fréttir

Vilja nýlenduvæða Mars og byggja þar stórborg

Yfirvöld í Sameinuðu arabísku furstadæmunum eru stórhuga

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 20. febrúar 2017 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirvöld í Sameinuðu arabísku furstadæminum eru stórhuga þegar kemur að áætlunum um nýlenduvæðingu á svæðum í geimnum. Ef allt gengur að óskum gæti fyrsta borgin risið á plánetunni Mars áður en árið 2117 gengur í garð.

IFLScience fjallaði um þetta verkefni yfirvalda á dögunum.

Eins og gefur að skilja er vinnan aðeins á hugmyndastigi enda er það ýmsum vandkvæðum bundið að komast til Mars, hvað þá byggja þar stórborg. Samkvæmt þeirri hugmyndavinnu sem þó er komin af stað myndi borgin verða nokkuð stór, eða álíka stór og Chicago í Bandaríkjunum.

Þrívíddarmyndir af hinni draumkenndu stórborg voru sýndar á ráðstefnu, sem bar yfirskriftina World Government Summit, í Dúbaí í janúarmánuði.

Sheikh Mohammed bin Rashid Al Maktoum, varaforseti furstadæmanna, sagði á ráðstefnunni að metnaður mannkyns ætti sér engar takmarkanir, aðeins þyrfti að líta til tækniframfara síðustu alda og áratuga til að sjá að allt er hægt.

Á kynningunni kom fram að 600 þúsund manns gætu búið í borginni. Mörgum spurningum er þó ósvarað, eins og til dæmis hvernig eigi að ferja allan þennan fjölda til plánetunnar. Það mun væntanlega koma í hlut vísindamanna framtíðarinnar til að svara þeirri spurningu.

Sameinuðu arabísku furstadæmin er tiltölulega nýfarin að láta sig geimferðamál varða. Árið 2014 var fyrsta geimferðastofnun furstadæmanna, sem samanstanda af sjö furstadæmum á suðausturhorni Arabíuskagans, stofnuð. Stofnunin vinnur nú að því að koma ómönnuðu geimfari til Mars og stefnir á að gera það áður en árið 2021 gengur í garð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Kristján Berg veit betur núna og biðst afsökunar: „Það verður að hlúa betur að fólki með geðræn vandamál“

Kristján Berg veit betur núna og biðst afsökunar: „Það verður að hlúa betur að fólki með geðræn vandamál“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Þingmaður bendir á athyglisverða staðreynd – „Með brotabroti af útgjöldum okkar til hersins höfum við náð þessum árangri gegn Rússlandi“

Þingmaður bendir á athyglisverða staðreynd – „Með brotabroti af útgjöldum okkar til hersins höfum við náð þessum árangri gegn Rússlandi“
Fréttir
Í gær

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“
Fréttir
Í gær

Ásdís Rán komin með lágmarksfjölda meðmælenda – „Þetta var auðveldara fyrir hina“

Ásdís Rán komin með lágmarksfjölda meðmælenda – „Þetta var auðveldara fyrir hina“
Fréttir
Í gær

Jón Magnús um þráhyggju virkra í athugasemdum – Bólusetningum kennt um allt sem úrskeiðis fer

Jón Magnús um þráhyggju virkra í athugasemdum – Bólusetningum kennt um allt sem úrskeiðis fer
Fréttir
Í gær

Sundlaugargestir æfir yfir fyrirhuguðum breytingum: „Notið peningana í þarfari hluti“

Sundlaugargestir æfir yfir fyrirhuguðum breytingum: „Notið peningana í þarfari hluti“