fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fréttir

„Útlit fyrir að við fáum sýnishorn af vetri í þessari viku“

Snjóar líklega í flestum landshlutum á miðvikudag og fimmtudag

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 20. febrúar 2017 10:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Útlit er fyrir að eitthvað muni snjóa í flestum landshlutum á miðvikudag og fimmtudag. Þá verður austlæg átt ríkjandi og hiti verður líklega undir frostmarki. „Það er semsagt útlit fyrir að við fáum sýnishorn af vetri í þessari viku,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar.

Þetta vetrarveður mun þó ekki vara lengi því seinni part föstudags má búast við suðaustanstormi. Líklega hlýnar nægilega mikið um kvöldið á sunnanverðu landinu þannig að úrkoma verður í formi slagveðursrigningar. Í öðrum landshlutum gæti orðið hríðarveður.

Veðurstofan býst við vestan strekkingi í dag en hægari vindi norðanlands. Víða verða snjóél og hiti um frostmark en nærri ströndinni á sunnanverðu landinu verður hlýrra og úrkoman þar í formi rigningarskúra.

„Í kvöld dregur úr vindi og úrkomu. Í fyrramálið verður lægð skammt sunnan við land. Henni fylgir allhvöss austanátt sunnanlands með slyddu eða snjókomu og úrkoman færist síðan yfir á austanvert landið þegar líður á daginn og vindur verður norðlægari. Á Vesturlandi rofar til og gæti sést til sólar, sem er tilbreyting frá þokunni sem var um helgina,“ segir á vef Veðurstofunnar.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag og fimmtudag:
Austlæg átt, víða 8-13 m/s og snjókoma eða él. Frost 0 til 8 stig, kaldast í innsveitum NA-lands.

Á föstudag:
Vaxandi suðaustanátt og dálítil snjókoma, en þurrt N-lands. Hægt hlýnandi veður. Suðaustan 18-23 og snjókoma undir kvöld, en rigning eða slydda sunnan heiða og frostlaust þar.

Á laugardag:
Hvöss suðaustanátt NA-lands fram eftir degi, annars hægari vindur. Víða rigning, en snjókoma eða él og kólnar seinni partinn, fyrst SV-til.

Á sunnudag:
Austlæg átt og él, en bjartviðri N-til á landinu. Frost 0 til 7 stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Fjallar um fordóma gegn Baldri – „Hafa litlu mennirnir fengið háværari rödd?“

Fjallar um fordóma gegn Baldri – „Hafa litlu mennirnir fengið háværari rödd?“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Yfirmaður á hjúkrunarheimili snýr til baka úr leyfi í skugga ásakana um áreitni við ungt starfsfólk

Yfirmaður á hjúkrunarheimili snýr til baka úr leyfi í skugga ásakana um áreitni við ungt starfsfólk
FréttirPressan
Í gær

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?
Fréttir
Í gær

Heilt íþróttafélag snerist gegn 12 ára dreng sem sakaði Dalslaugarníðinginn um kynferðisbrot – „Ég vissi að perrinn næðist, gæti ekki hætt“

Heilt íþróttafélag snerist gegn 12 ára dreng sem sakaði Dalslaugarníðinginn um kynferðisbrot – „Ég vissi að perrinn næðist, gæti ekki hætt“