fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Jónas segist hafa orðið vitni að hótun Þorgerðar: „Staðfesti að í öllum atriðum er frásögn Vilhjálms af fundinum rétt“

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Mánudaginn 20. febrúar 2017 14:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Birgisson formaður verkalýðsfélags Akraness heldur fram að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra hafi hótað deiluaðilum í kjaradeilu sjómanna og útgerðarmanna lagasetningu seint í gærkvöldi, skömmu áður en samningar tókust. Þorgerður hefur sagt það af og frá að deiluaðilum hafi verið hótað. Jónas Garðarsson hjá sjómannafélagi Íslands staðfestir frásögn Vilhjálms. Á Vísi var haft eftir Vilhjálmi.

„Framkoma sjávarútvegsráðherra er henni ekki til sóma. Hún sagði bara að lögin væru klár við fulltrúa í samninganefndinni. Tók jafnframt fram að þetta væri ekki hótun og hún lagði fram svona sáttatilboð til okkar þar sem við áttum að skilja 40 prósent af okkar sjómönnum eftir óbætta frá garði varðandi fæðishlunnindi og gaf okkur síðan frest til miðnættis um það að svara og ef við myndum ekki svara þá þyrfti hún að hringja í forseta Alþingis, þá væntanlega til að undirbúa lagasetningu á sjómenn“.

Þorgerður Katrín sagði í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun:

„Það er eðlilegt og hefði verið ábyrgðarleysi að minni hálfu á þessum tímapunkti að vera ekki tilbúin með lögin en það er hins vegar þannig að menn ákváðu einfaldlega í húsi ríkissáttasemjara að leysa þetta sjálfir sem er mun betra. Það var aldrei þannig að ég segði að það væri verið að fara í lagasetningu á morgun en það blasti við að það þurfti einfaldlega að vera tilbúin með plan a, plan b og plan c. Annað hefði verið ábyrgðarlaust.“

Vilhjálmur segir á Facebook-síðu sinni að Jónas staðfesti frásögn hans. Vilhjálmur segir:

„Á það bara að vera alveg sjálfsagt, eðlilegt og viðurkennt í íslensku samfélagi að ráðherra í ríkisstjórn komi ekki fram af heiðarleika og segi satt og rétt frá og það í jafn risastóru hagsmunamáli og kjaradeila sjómanna var?

Ég skal fúslega viðurkenna að ég er bara ekki þannig úr garði gerður að ég taki þátt í meðvirkni, þöggun og óheiðarleika og því er nauðsynlegt að upplýsa hvað þarna gerðist og ég trúi ekki öðru en þingmenn taki þetta mál til skoðunar og umfjöllunar á hinu háa Alþingi“.

Vilhjálmur segir frásögn sína rétta og sanna og og bætið við að formaður Sjómannafélags Íslands hafi með tilkynningu frá félaginu staðfest það og segir Vilhjálmur að formaður Sjómannafélags Grindavíkur sé reiðubúinn að gera slíkt hið sama. Tilkynning frá Sjómannafélagi Íslands hljóðar á eftirfarandi hátt:

„Af gefnu tilefni.

Vegna samskipta sjómanna við sjávarútvegsráðherra og viðtala við Vilhjálm Birgisson formanns VLFA um málið, þar sem sjómönnum var hótað lagasetningu til að stöðva verkfall sjómanna, skal tekið fram að formaður Sjómannafélags Íslands Jónas Garðarsson var á umræddum fundi með sjávarútvegsráðherra. Hann staðfestir að í öllum atriðum er frásögn Vilhjálms af fundinum rétt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Í gær

Snorri furðar sig á Byggðastofnun – Sagður gera lítið úr þeim sem ekki tala íslensku

Snorri furðar sig á Byggðastofnun – Sagður gera lítið úr þeim sem ekki tala íslensku
Fréttir
Í gær

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan sleppir tveimur í morðmálinu á Suðurlandi

Lögreglan sleppir tveimur í morðmálinu á Suðurlandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu