fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fréttir

Ofbeldi og hamfarir

Nokkrar af fréttamyndum liðinnar viku – Uppskerubrestur á Filippseyjum

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 19. febrúar 2017 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Uppskerubrestur vofir yfir

Mynd: EPA /Francis R. Malasig

Veðurfarsbreytingar, knúnar af hlýnun jarðar, eiga sér ýmsar birtingarmyndir. Á þessari mynd má sjá filippseyska bændur í örvæntingu grafa eftir vatni til að vökva akra sína. Myndin er tekin í Taguig-borg, suður af Maníla, á þriðjudaginn. Bændur á svæðinu sjá fram á umfangsmikinn uppskerubrest á hrísgrjónum vegna vatnsskorts.


Minnast stríðsloka

Mynd: EPA

Úkraínumenn leggja blóm að minnismerki í Kænugarði, tileinkuðu níu ára stríði Sovétmanna í Afganistan. Um þessar mundir eru 28 ár liðin frá stríðslokum en Sovétmenn réðust inn í landið til að styðja baráttu marxista gegn andspyrnuhreyfingu íslamskra bókstafstrúarmanna – sem háðu heilagt stríð gegn yfirvöldum. 620 þúsund sovéskir hermenn þjónuðu í Afganistan en 14.453 féllu.


Lét hann myrða bróður sinn?

Mynd: EPA

Hér má sjá umfjöllun taívanskra dagblaða um dauða hálfbróður Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu. Grunur leikur á að eitrað hafi verið fyrir manninum, Kim Jong-nam, sem hneig niður á flugvelli í Kúala Lúmpúr á mánudag. Talið er fullvíst að um leigumorð hafi verið að ræða en kona, sem var handtekin á flugvellinum umræddan dag, er enn í haldi. Suður-Kóreumenn eru þess fullvissir að norðurkóresk stjórnvöld hafi fyrirskipað morðið, en Kim Jong-nam var þyrnir í augum bróður síns.


Áhrif fjarfundabúnaðar

Mynd: EPA

Oscar Vargas (t.v.) og Jon Messenger (t.h.), höfundar skýrslu á vegum Alþjóðasamvinnumálastofnunar og Eurofound (Evrópustofnunar um bætt lífskjör og starfsskilyrði), kynna niðurstöður sérfræðinga stofnananna á blaðamannafundi í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í Genf í Sviss á miðvikudag. Skýrslan ber nafnið Working Anytime, Anywhere: The effects of the world of work og fjallar um hvernig tilkoma fjarfundabúnaðar hefur haft áhrif á vinnumarkaðinn í heild.


Reyndi að lokka unglinga til ISIS

Mynd: EPA

Spænska lögreglan handtók á miðvikudag marokkóskan mann vegna meintra tengsla við Íslamska ríkið, ISIS. Maðurinn var handtekinn í Vitoria í Baskalandi, í norðurhluta landsins. Maðurinn 41, árs gamall, er grunaður um að hafa reynt að sannfæra ungt fólk um að ganga til liðs við samtökin. Á sama var annar einstaklingur handtekinn í Alicante, á Austur-Spáni. Þar var um að ræða spænska konu sem var að sögn að reyna að komast til Sýrlands, með fjögur börn sín, með það fyrir augum að ganga til liðs við hryðjuverkasamtökin.


Féll í skotárás

Ravi Kumar féll ásamt þremur öðrum indverskum hermönnum í skotbardaga í Kasmír í Indlandi á þriðjudag. Hér má sjá syrgjandi ættingja mannsins en alls féllu átta á svæðinu í tveimur aðskildum skotbardögum sem brutust út á milli hermanna og uppreisnarmanna. Tólf öryggisverðir særðust að auki, auk eins almenns borgara. Myndin fangar nístandi sársauka foreldra mannsins, skömmu fyrir bálförina.


Börn á vettvangi sprengjuárásar

Mynd: EPA

Börn og fullorðnir söfnuðust saman á vettvangi þar sem karlmaður hafði nýlega sprengt sig í loft upp í sjálfsmorðssprengjuárás. Árásinni var beint að bifreið sem flytur lögmenn og réttarstarfsmenn til og frá dómhúsi í Peshawar í Pakistan. Þetta gerðist á miðvikudag. Tveir féllu í árásinni en átta, þar á meðal fjórir dómarar, særðust.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Jón Magnús um þráhyggju virkra í athugasemdum – Bólusetningum kennt um allt sem úrskeiðis fer

Jón Magnús um þráhyggju virkra í athugasemdum – Bólusetningum kennt um allt sem úrskeiðis fer
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sundlaugargestir æfir yfir fyrirhuguðum breytingum: „Notið peningana í þarfari hluti“

Sundlaugargestir æfir yfir fyrirhuguðum breytingum: „Notið peningana í þarfari hluti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Siggi hakkari fluttur til Danmerkur og veitti Ekstrabladet viðtal – Mikið gert úr njósnum en lítið úr kynferðisbrotunum

Siggi hakkari fluttur til Danmerkur og veitti Ekstrabladet viðtal – Mikið gert úr njósnum en lítið úr kynferðisbrotunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögmaður fór dagavillt og því þarf að byrja allt málið upp á nýtt

Lögmaður fór dagavillt og því þarf að byrja allt málið upp á nýtt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dóttir manns sem var ranglega sakaður um að hafa brotið gegn henni vill vita sannleikann – „Faðir minn jafnaði sig aldrei á þessu“

Dóttir manns sem var ranglega sakaður um að hafa brotið gegn henni vill vita sannleikann – „Faðir minn jafnaði sig aldrei á þessu“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fáránlegt athæfi BMW-eiganda í umferðinni – Smaug á milli tveggja bifreiða á tvíbreiðum vegi

Fáránlegt athæfi BMW-eiganda í umferðinni – Smaug á milli tveggja bifreiða á tvíbreiðum vegi