fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Þorsteinn vill fá 30 milljarða

Höfðaði meðalgöngusök gegn tíu erfingjum Sigurðar Hjaltested

Björn Þorfinnsson
Laugardaginn 18. febrúar 2017 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorsteinn Hjaltested hefur höfðað svokallaða meðalgöngusök á hendur tíu erfingjum Sigurðar Hjaltested sem reka mál gegn Kópavogsbæ þar sem þess er krafist að bærinn greiði þeim 75 milljarða í skaðabætur vegna eignarnáms í landi Vatnsenda á árunum 1992–2007. Um er að ræða heimild í einkamálalögum þar sem aðili, sem telur sig eiga lögvarða hagsmuni af niðurstöðu dómsmáls, getur gengið inn í dómsmál annarra og orðið aðili að málinu.

Þá krefst Þorsteinn þess að Kópavogsbær greiði honum 29.791.792.570 krónur auk vaxta- og dráttarvaxta að frádregnum innborgunum upp á 2.250.000.000 sem Þorsteinn fékk í tveimur greiðslum í byrjun febrúar 2007. Greiðslurnar urðu til þess að Þorsteinn varð skattakóngur Íslands 2010 og 2011.

Vísað aftur til héraðs

Mál erfingjanna var höfðað þann 28. apríl 2014. Aðalkrafa þeirra var sú að Kópavogsbær myndi greiða þeim 75 milljarða í bætur vegna eignarnáms á jörðinni. Héraðsdómur Reykjaness komst að þeirri niðurstöðu að vísa skyldi málinu frá dómi í janúarlok 2016 vegna vanreifunar. „Hér stendur auðvitað upp úr að fjölskipaður héraðsdómur hefur fallist á það sjónarmið bæjarins að málið sé ódómtækt enda hefur ekki verið sýnt fram á með nokkrum hætti að dánarbú Sigurðar K. Hjaltested hafi orðið fyrir tjóni við eignarnám Kópavogsbæjar,“ sagði Guðjón Ármannsson, lögmaður Kópavogsbæjar, við það tækifæri. Úrskurðurinn var kærður til Hæstaréttar og tveimur mánuðum síðar komst æðsti dómstóll landsins að þeirri niðurstöðu að frávísunarúrskurðurinn yrði felldur úr gildi þannig að taka þyrfti málið til efnismeðferðar að nýju í héraði.

Deilt í hálfa öld

Deilur um jörðina hafa staðið yfir í hálfa öld og eru gríðarlegir fjárhagslegir hagsmunir í húfi enda er jörðin eitt helsta byggingarland Kópavogsbæjar.
Upphaflegur eigandi jarðarinnar var Magnús Einarsson Hjaltested. Hann eignaðist jörðina árið 1914 en var ókvæntur og barnlaus. Því fór svo að barnabarn bróður hans, Sigurður Kristján Lárusson Hjaltested, erfði Vatnsendajörðina og hóf þar búskap ásamt seinni konu sinni árið 1958.

Sigurður lést árið 1966 en þá fór sonur hans frá fyrra hjónabandi, Magnús Hjaltested, fram á að fá jörðina. Sú krafa leiddi til málaferla sem enduðu með því að ekkja Sigurðar var borin út af heimilinu. Þegar Magnús lést svo árið 1999 tók Þorsteinn Hjaltested, elsti sonur hans, við jörðinni.

Eins og áður segir fékk Þorsteinn skaðabætur frá Kópavogsbæ upp á rúmlega 2,25 milljarða króna í febrúar 2007 en í kjölfarið hófu aðrir erfingjar Sigurðar Hjaltested málaferli. Þeim lauk síðan í mars 2015 þegar Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að ráðstafa skyldi beinum eignarrétti til fimmtán erfingja Sigurðar Hjaltested en ekki eingöngu til sonarsonar hans Þorsteins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Forsetaframbjóðandi greiddi fyrir viðtalið í NBC – Segir verðið trúnaðarmál – „I´m Gonna Win, There You Go“

Forsetaframbjóðandi greiddi fyrir viðtalið í NBC – Segir verðið trúnaðarmál – „I´m Gonna Win, There You Go“
Fréttir
Í gær

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“
Fréttir
Í gær

Þrír forsetaframbjóðendur bera af á samfélagsmiðlum – Þetta eru tölurnar

Þrír forsetaframbjóðendur bera af á samfélagsmiðlum – Þetta eru tölurnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

CCP og Smitten efst á nýjum lista Great Place to Work

CCP og Smitten efst á nýjum lista Great Place to Work