Hvað fá sjómenn í sinn hlut?

Mynd: Eyþór Árnason

Nýir kjarasamningar voru undirritaðir í nótt á milli sjómanna og útvegsfyrirtækja. Fiskiskipaflotinn fer ekki á sjó þó að samningar hafi verið undirritaðir, það verður í fyrsta lagi eftir að samningurinn hefur farið í atkvæðagreiðslu meðal sjómanna. Ástæðan fyrir því að tvisvar áður hafa sjómenn fellt samninga í þessari kjaradeilu.

En hvað fá sjómenn í sinn hlut verði samningur samþykktur.

Breytingar verða á olíuverðsviðmiði.

Sjómenn fá allan öryggis og hlífðarfatnað frá útgerðum.

Bætt verður úr fjarskiptum svo sjómenn geti átt í samskiptum við ættingja utan þjónustusvæða símafyrirtækja.

Sjómenn fá sérstaka kaupskráruppbót.

Sjómenn fá fullt fæði endurgjaldslaust.

Vélstjórar fá einnig aðgang að mat í heimahöfn.

Skipverjar fá kaupskráruppbót upp á 300 þúsund ekki síðar en í lok apríl.

Nánar má lesa um samninga hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.