fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Foreldrar hvattir til að henda dúkkunum: Óprúttnir aðilar geta talað við börnin í gegnum þær

Einar Þór Sigurðsson
Laugardaginn 18. febrúar 2017 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftirlitsstofnun í Þýskalandi hefur hvatt foreldra þeirra barna sem eiga svokallaðar Cayla-dúkkur að henda þeim beinustu leið í ruslið. Ástæðan er brestur í hugbúnaði dúkkunnar sem gæti gert óprúttnum aðilum kleift að tala við börnin í gegnum þær.

Þetta kemur fram í frétt BBC

Stofnunin sem um ræðir, Bunesnetzagentur, hefur eftirlit með fjarskiptamálum í Þýskalandi og að mati forsvarsmanna þar er dúkkan talin óörugg. Í frétt BBC kemur fram að hakkarar gætu nýtt sér galla í Bluetooth-búnaði dúkkunnar til að hlusta á og koma skilaboðum áleiðis til þeirra barna sem leika sér með dúkkuna.

Forsvarsmenn The Vivid Toy group, fyrirtækisins sem framleiðir My Friend Cayla-dúkkurnar, hafa áður fullyrt að einangruð tilvik hafi komið upp þar sem þetta var hægt. Þetta hafi þó verið framkvæmt af sérfræðingum og ekki séu til dæmi þess að óprúttnir aðilar hafi nýtt sér þessa glufu.

Engu að síður segja sérfræðingar sem BBC ræddi við að þó að um einangruð tilvik hafi verið að ræða sé möguleikinn fyrir hendi. Ekki sé búið að lagfæra þennan galla.

Dúkkurnar eru þannig úr garði gerðar að þær geta brugðist við spurningum þeirra sem leika með þær, að því gefnu að nettenging sé til staðar. Til dæmis getur barn spurt: „Hvað kallast litlir hestar?“ Þá getur dúkkan svarað: „Þeir kallast folöld.“

Fyrst var bent á hugbúnaðargallann í Caylu-dúkkunum í janúar 2015.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi