fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Fjölgar heimsálfunum?

Sjálandía gæti orðið áttunda heimsálfan – Nánast að fullu undir vatni

Ritstjórn DV
Laugardaginn 18. febrúar 2017 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Almennt er samþykkt að heimsálfurnar séu sjö talsins, Afríka, Asía, Eyjaálfa (Ástralía), Norður-Ameríka, Suður-Ameríka og Antartíka eða Suðurskautslandið. En vísindamenn vilja nú fjölga heimsálfunum í átta með því að telja með Sjálandíu.

Sjálandía er landssvæði sem að langmestu leyti er undir sjávarmáli í suðvestur Kyrrahafi, um fimm milljónir ferkílómetra að stærð. Eini hluti svæðisins sem stendur upp úr sjó er Nýja-Sjáland. Vísindamenn halda því nú fram að svæðið uppfylli skilyrði þess að teljast heimálfa og vilja að það verði viðurkennt.

Í grein sem birt var í Geological Society of America’s Journal, er Sjálandíu svo lýst að um sé að ræða landmassa sem sé um fimm milljónir ferkílómetra, um tveir þriðju af stærð meginlands Ástralíu. Um 94 prósent svæðisins sé undir vatni og aðeins nokkrar eyjar standi upp úr, auk þriggja stærri landsvæða. Það eru Norður- og Suður-Eyjar Nýja Sjálands og Nýja-Kaledónía.

Þrátt fyrir að Sjálandía sé að langmestu leyti undir vatni benda vísindamenn á atriði sem að svæðið uppfylli og séu til marks um að telja megi það til heimsálfu. Þannig sé landsvæðið hærra en nærliggjandi svæði, jarðfræði þess hafi ákveðin sérkenni, um vel skilgreint svæði sé að ræða og jarðskorpan á svæðinu sé þykkari en venjulegur hafsbotn.

Engin nefnd vísindamanna er til sem viðurkennir heimsálfur sérstaklega, ólíkt því sem til að mynda má segja um reikistjörnur. Alþjóðasamband stjarnfræðinga ákvað til að mynda árið 2006 að endurskilgreina Plútó sem dvergplánetu og missti hún þar með stall sinn sem ein af reikistjörnum sólkerfis okkar. Hvað varðar Sjálandíu er það í raun á valdi rannsakenda og vísindamanna vítt og breitt um heiminn að samþykkja með tímanum að svæðið teljist heimsálfa. Nú eða ekki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þorgils vill erfðafjárskattinn burt: „Einhver ranglátasti skattur sem lagður er á í dag“

Þorgils vill erfðafjárskattinn burt: „Einhver ranglátasti skattur sem lagður er á í dag“
Fréttir
Í gær

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð
Fréttir
Í gær

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”
Fréttir
Í gær

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi
Fréttir
Í gær

Ósátt við myndatöku af hnúajárni og „neyslupokum“ en fær hvorki bætur né afslátt af húsaleigunni

Ósátt við myndatöku af hnúajárni og „neyslupokum“ en fær hvorki bætur né afslátt af húsaleigunni
Fréttir
Í gær

Alræmdur glæpamaður laus undan bagga fortíðar í augum dómara -„Ég skal berja og lemja þig alveg eins og harðfisk“

Alræmdur glæpamaður laus undan bagga fortíðar í augum dómara -„Ég skal berja og lemja þig alveg eins og harðfisk“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“