Fréttir

Tók tösku ferðamanns og neitaði að skila nema gegn greiðslu

Verkefni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 17. febrúar 2017 07:15

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð að BSÍ á sjöunda tímanum í gærkvöldi eftir að maður tók tösku ferðamanns og neitaði að skila henni nema gegn gjaldi.

Í dagbók lögreglu segir að þegar ferðamaðurinn neitaði að verða við þeirri ósk tók maðurinn utan um höfuð ferðamannsins og hrinti honum harkalega í jörðina. Er lögregla kom á vettvang og hafði afskipti af manninum var hann greinilega í mjög annarlegu ástandi og virtist ekki gera sér grein fyrir athæfi sínu. Maðurinn var handtekinn og færður á lögreglustöðina við Hverfisgötu þar sem hann var vistaður í fangageymslu. Árásarþoli var ekki með sjáanlega áverka en honum var illt í höfðinu og því ringlaður.

Vildi áfengi

Um klukkan 21 í gærkvöldi handtók lögregla mann á bar í miðborginni þar sem hann var að áreita og hóta erlendum ferðamönnum. Maðurinn var ölvaður og vildi að ferðamennirnir keyptu fyrir hann áfenga drykki. Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu lögreglu þar til hægt verður að ræða við hann.

Þá kom upp eitt fíkniefnamál við Hörpuna rétt fyrir klukkan 23 í gærkvöldi.

Grunaður um húsbrot

Skömmu eftir miðnætti var tilkynnt um mann á athafnasvæði Eimskips við Sundahöfn. Öryggisverðir á svæðinu höfðu handsamað manninn er lögregla kom á vettvang. Maðurinn var handtekinn grunaður um húsbrot og vistaður í fangageymslu fyrir rannsókn máls.

Ók næstum á tvo lögreglumenn

Lögregla kom upp svokölluðum eftirlitspósti á Bústaðavegi í nótt í tæpar tvær klukkustundir, frá því klukkan rúmlega eitt í nótt til að verða þrjú. Þar kannaði lögregla með réttindi og óstand ökumanna. Fjórir ökumenn voru kærðir fyrir akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Einn ökumaðurinn reyndi að aka frá vettvangi og var nærri búinn að aka á tvo lögreglumenn. Þá reyndi hann að hlaupa frá vettvangi en var handtekinn. Að lokinn sýnatöku var maðurinn vistaður í fangageymslu lögreglu.

Rétt fyrir klukkan þrjú í nótt var svo tilkynnt um ölvaðan mann brjóta rúðu í húsi við Hverfisgötu. Er lögregla kom á vettvang blæddi mikið úr hendi mannsins og var hann fluttur með sjúkrabifreið á Slysadeild.

Skemmdi bíla á Smiðjuvegi

Tiltölulega rólegt var í öðrum umdæmum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt. Upp úr klukkan 23 í gærkvöldi var tilkynnt um slagsmál við hús í Hafnarfirði. Maður í annarlegu ástandi var handtekinn grunaður um vörslu fíkniefna, brot á vopnalögum og að fara ekki að fyrirmælum lögreglu. Hann var vistaður í fangageymslu lögreglu fyrir rannsókn máls.

Loks var tilkynnt um mann vera að skemma bíla við Smiðjuveg á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Maðurinn var í mjög annarlegu ástandi og neitaði að gefa lögreglu upp nafn eða aðrar upplýsingar. Hann var handtekinn og vistaður í fangageymslu lögreglu þar til hægt verður að ræða við hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fyrir 2 dögum

Með og á móti: Lúpína

Með og á móti: Lúpína
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þungur Pungur hraunar yfir Áttuna: „Hreinasti peningaþvottur“

Þungur Pungur hraunar yfir Áttuna: „Hreinasti peningaþvottur“