Nafn mannsins sem lést á Selfossi

Bráðabirgðaniðurstaða úr krufningu á líki manns sem fannst látinn við Heiðarveg á Selfossi liggur nú fyrir. Börn fundu manninn látinn þann 9. febrúar síðastliðinn.

Dánarorsökin er af náttúrulegum orsökum og ekki grunur um að refsiverð háttsemi tengist því á neinn hátt.

Maðurinn, sem var með pólskt ríkisfang hét Jerzy Krzysztof Mateuszek og var fæddur árið 1972, skráður til heimilis í Reykjavík.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.