Guðni stendur við loforðið: Búinn að gefa 1.2 milljónir af launum sínum síðan í nóvember

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Guðni Th. Jóhannesson er búinn að gefa samtals 1,2 milljónir til góðgerðarmála síðan í nóvember. Hefur Guðni gefið 300 þúsund í hverjum mánuði. Guðni stendur við loforð sitt en hann greindi frá því á Bessastöðum þegar kjararáð ákvað að hækka laun æðstu embættismanna að hann myndi láta hluta launa sinna renna til góðgerðarmála. Þetta kemur fram á vef rúv.

Úrskurður kjararáðs vakti deilur og sagði Guðni við það tilefni:

Ég bað ekki um þessa kauphækkun og vissi ekki af henni. Ég þarf ekki þessa kauphækkun.“

Þá sagði hann einnig:

„Ákveði þingið að þessari ákvörðun verði hnekkt með einhverjum hætti þá leyfi ég mér að ítreka það að ég yrði fullkomlega sáttur við það og leið gæti fundist í þeim efnum. Þangað til þá sé ég bara til þess að þessi hækkun renni nú bara ekkert í minn vasa.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.