Grunaður um kynferðisbrot gegn þremur konum sama morguninn á hóteli á Suðurlandi

Lögreglustjórinn á Suðurlandi gerði í dag kröfu fyrir Héraðsdómi Suðurlands um að spænskur karlmaður sætti gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna til og með 17. mars. Þetta kemur fram í skeyti frá lögreglunni.

Maðurinn er grunaður um að hafa að morgni s.l. mánudags brotið kynferðislega gegn 3 konum á hóteli á Suðurlandi. Héraðsdómur féllst á kröfu lögreglustjóra óbreytta en maðurinn hefur setið í varðhaldi frá 13. febrúar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.