Bjarni einn af stóru mönnunum

Þorgerður segir Bjarna Ben hafa orðið fúlan

Varð að sögn Þorgerðar fúll þegar hún tilkynnti honum um framboð sitt fyrir Viðreisn.
Bjarni Ben Varð að sögn Þorgerðar fúll þegar hún tilkynnti honum um framboð sitt fyrir Viðreisn.
Mynd: Þormar Vignir Gunnarsson

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sagði í þættinum Þjóðbraut á sjónvarpsstöðinni Hringbraut í gærkvöldi að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og núverandi forsætisráðherra, hefði orðið fúll þegar hún tilkynnti honum að hún ætlaði í framboð fyrir annan stjórnmálaflokk en Sjálfstæðisflokkinn.

Þorgerður var þingmaður flokksins um árabil og menntamálaráðherra á árunum 2003 til 2009.

Hún sagði í viðtali við Sölva Tryggvason á Þjóðbraut að henni hafi þótt vænt um að hann hefði orðið fúll. „Honum var ekki sama.“ Hún talaði svo vel um Bjarna. „Bjarni Benediktsson er einn af stóru mönnunum í íslenskri pólitík. Hann er sterkur leiðtogi. Hann er réttsýnn maður og ég hef trú á honum – að við getum haldið áfram með landið okkar í þeirri uppbyggingu sem við þurfum að halda áfram að standa fyrir.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.