Björn og Jón Gunnar höfðu átt í illdeilum

Meintur morðingi neitar sök og fullyrðir að kunningi sinn hafi banað Jóni

Jón Gunnar til vinstri og Ronnie Hällstrom. Fyrir miðju má sjá Björn sem grunaður er um að hafa banað Jóni.
Jón Gunnar til vinstri og Ronnie Hällstrom. Fyrir miðju má sjá Björn sem grunaður er um að hafa banað Jóni.

Hinn 9. febrúar síðastliðinn var fyrirtaka í máli sænska ríkisins gegn þarlendum manni sem grunaður er um að hafa banað Jóni Gunnari Kristjánssyni þann 18. júlí síðastliðinn. Árásin átti sér stað á tjaldsvæði í grennd við Akalla-neðanjarðarlestarstöðina í samnefndu úthverfi Stokkhólms. Í lok júlí var greint frá því að einn einstaklingur hafi verið handtekinn en lögreglan taldi líkur á að tveir hafi verið að verki. Nú liggur fyrir að sá grunaði heitir Björn Kollberg en hann á einnig yfir höfði sér dóm fyrir tvær aðrar hættulegar líkamsárásir nokkru fyrr, þjófnað á bifreið og fíkniefnalagabrot. Málsvörn Kollberg er sú að benda á félaga sinn, Ronnie Hällstrom, sem búsettur var á umræddu tjaldsvæði. Heldur meintur morðingi því fram að Hällstrom hafi veitt Íslendingnum hina banvænu áverka og að það séu samantekin ráð íbúa tjaldsvæðisins að skella skuldinni á hann. Hällstrom segir í yfirheyrslum að áskanirnar séu „hlægilegar“.

Miklir áverkar á líkinu

Myndin er úr öryggiskerfi Akalla-neðanjarðarlestarstöðvarinnar og er af Birni Kollberg (lengst til hægri), skömmu eftir að hann á að hafa banað Jóni Gunnari Kristjánssyni. Öryggisverðir eru að hafa afskipti af honum á stöðinni eftir að hann reyndi að lauma sér inn án þess að borga fargjald.
Meintur morðingi Myndin er úr öryggiskerfi Akalla-neðanjarðarlestarstöðvarinnar og er af Birni Kollberg (lengst til hægri), skömmu eftir að hann á að hafa banað Jóni Gunnari Kristjánssyni. Öryggisverðir eru að hafa afskipti af honum á stöðinni eftir að hann reyndi að lauma sér inn án þess að borga fargjald.

Í opinberum gögnum málsins kemur fram að Björn Kollberg hafi verið handtekinn 8. ágúst 2016 og tveimur dögum síðar var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald þar sem hann hefur setið síðan. Þremur mánuðum síðar ákvað hann að leysa frá skjóðunni þegar að allt virtist stefna í hann yrði dæmdur fyrir morðið. DV hefur undir höndum afrit af yfirheyrslunni á meintum morðingja en slík gögn eru aðgengileg fjölmiðlum þar í landi. Yfirheyrslan gefur innsýn í síðustu stundir Jóns Gunnars en þess ber þó að geta að lögreglan hefur talið vitnisburðinn það ótrúverðugan að Björn var síðar ákærður fyrir morðið, þrátt fyrir að hann fullyrði að annar hafi verið að verki.

Björn heldur því fram að þennan örlagaríka morgun, 18. júlí, hafi hann verið staddur hjá vinkonu sinni og hringt í barnsmóður sína, Ninu, sem býr í tjaldvagni á áðurnefndu tjaldsvæði í Akalla. Þau hafi rætt um börnin sín sem eru í fóstri á vegum hins opinbera og meðferðina sem að Nina hafi verið á leið í. Björn segist hafa tjáð Ninu að hann myndi koma í heimsókn til hennar og lána henni peninga og sígarettur. Þá hafi Nina kvartað undan því að Jón haldi til á tjaldsvæðinu og hafi verið að valda sér ónæði. Vinur Björns hafi síðan skutlað honum til barnsmóður sinnar.

Myndin er tekin af sænsku lögreglunni þegar Hällstrom var handtekinn þann 18. júlí. Hann var með stöðu grunaðs manns þar til í októberlok 2016.
Ronnie Hällstrom Myndin er tekin af sænsku lögreglunni þegar Hällstrom var handtekinn þann 18. júlí. Hann var með stöðu grunaðs manns þar til í októberlok 2016.

Átök brjótast út

Þegar á tjaldvæðið í Akalla var komið hafi Björn hitt vin sinn, áðurnefndan Ronnie Hällstrom, sem hafi tjáð honum að Nina væri í símanum en að Jón Gunnar svæfi í fortjaldi vagnsins. Björn hafi þá þegar í stað gengið að tjaldinu og lamið í það til þess að vekja Jón. Hann hafi síðan gengið að vinum sínum, meðal annars Hällstrom, og fengið sér sígarettu. Hann kveðst hafa verið í afar góðu skapi en allt hafi breyst skömmu síðar þegar Jón hafi komið gangandi út úr tjaldinu með kúbein í annarri hendi og skiptilykil í hinni. Björn segist hafa vitað þá að uppgjör væri yfirvofandi. Hann hafi gengið til móts við Jón með stálrör af ryksugu í hendinni sem Hällstrom rétti honum. Tvímenningarnir hafi þegar í stað farið að rífast hástöfum og ógnað hvor öðrum með verkfærunum.

Þekktust frá fyrri tíð

Á þessu stigi yfirheyrslunnar viðurkennir Björn að leiðir hans og Jóns hafi áður legið saman. Tvisvar áður hafi skorist í odda með þeim, fyrst nokkru áður þegar þeir slógust og skölluðu hvornannan og síðar þegar Björn stal bíl af Jóni. Jón hafi verið afar ósáttur við það, eðli málsins samkvæmt, og endaði með að lemja Björn fyrir verknaðinn. Þá hafi Jón verið verulega ósáttur við vin Björns sem leigði af honum íbúð og stóð ekki við sitt. Þessir óuppgerðu atburðir hafi leitt til þess að upp úr sauð á tjaldsvæðinu í Akalla.

Viltu lesa meira? Þú getur strax lesið þessa grein og aðrar í heild sinni hér á DV.is með því að ýta á „Sjá meira“ og nýta þér hagstæða áskriftartilboð frá aðeins 928 kr. á mánuði.
Sjá meira »
Gleymt lykilorð?
Auglýsing

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.