Mikil mengun gæti aukið líkur á fyrirburafæðingum

Svo virðist vera sem tengsl séu á milli fyrirburafæðinga og mikillar loftmengunar. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO.

Talið er að fimmtán milljónir barna fæðist á hverju ári áður en móðirin er gengin 37 vikur, en fyrirburafæðingar eru algengasta dánarorsök barna undir fimm ára.

Í skýrslunni er vísað í rannsókn sem vísindamenn við SEI-stofnunin í Stokkhólmi, London School of Hygiene and Tropical Medicine og University of Colorado, framkvæmdu en samkvæmt niðurstöðum hennar eru sagðar vera vísbendingar um tengsl 3,4 milljóna fyrirburafæðinga í 183 löndum við innöndun minnstu agna svifryks.

Ástandið er verst í ríkjunum sunnan við Sahara-eyðimörkina í Afríku, Norður-Afríku og suður- og austurhluta Asíu, ríkjum eins og Kína og Indlandi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.