fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fréttir

Rafræn Reykjavík liggur niðri sökum gríðarlegs álags

Foreldrar sitja um vefinn til að tryggja pláss á frístundaheimili næsta haust

Kristín Clausen
Miðvikudaginn 15. febrúar 2017 10:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mínar síður – Rafræn Reykjavík liggur niðri vegna kerfisbilunar. Gríðarlegt álag hefur verið á vefnum í morgun en frá og með deginum í dag geta foreldrar tekið frá pláss fyrir börnin sín á frístundaheimilum borgarinnar fyrir næsta vetur. Inn­rit­un fyr­ir vet­ur­inn 2017 til 2018 átti að hefjast klukk­an 8.20 í morgun.

Börnin eru tekin í þeirri röð sem foreldrar þeirra sækja um plássið á Rafrænni Reykjavík. Því myndist yfirleitt mikil umferð á vefinn sökum þess að erfiðlega hefur gengið að manna störf á frístundaheimilum síðustu ár.

Því getur það skipt miklu máli hvort foreldri skráir barnið sitt fyrir hádegi eða eftir hádegi, þennan dag, upp á það hvenær barnið fær pláss á frístundaheimili í haust.

Börn í 1. bekk fá forgang en síðasta haust lentu fjölmargir foreldrar í vandræðum þegar eldri börn fengu ekki pláss strax sökum manneklu.

Unnið er að lagfæringu og á vefsvæði Reykjavíkurborgar er beðist velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta veldur. Ekki er vitað hvenær vefurinn kemst í lag aftur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis
Fréttir
Í gær

Fjallar um fordóma gegn Baldri – „Hafa litlu mennirnir fengið háværari rödd?“

Fjallar um fordóma gegn Baldri – „Hafa litlu mennirnir fengið háværari rödd?“
Fréttir
Í gær

Yfirmaður á hjúkrunarheimili snýr til baka úr leyfi í skugga ásakana um áreitni við ungt starfsfólk

Yfirmaður á hjúkrunarheimili snýr til baka úr leyfi í skugga ásakana um áreitni við ungt starfsfólk
Fréttir
Í gær

Ítrekaðar ásakanir um dýraníð í Borgarfirði – „Fyrir framan mig var að hann að murka lífið úr einu lambinu“

Ítrekaðar ásakanir um dýraníð í Borgarfirði – „Fyrir framan mig var að hann að murka lífið úr einu lambinu“
Fréttir
Í gær

Landsmenn hvattir til að fara yfir bólusetningar sínar áður en farið er í ferðalög til Evrópu og Bandaríkjanna

Landsmenn hvattir til að fara yfir bólusetningar sínar áður en farið er í ferðalög til Evrópu og Bandaríkjanna
FréttirPressan
Í gær

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Heilt íþróttafélag snerist gegn 12 ára dreng sem sakaði Dalslaugarníðinginn um kynferðisbrot – „Ég vissi að perrinn næðist, gæti ekki hætt“

Heilt íþróttafélag snerist gegn 12 ára dreng sem sakaði Dalslaugarníðinginn um kynferðisbrot – „Ég vissi að perrinn næðist, gæti ekki hætt“