Fréttir

Hafís í sögulegu lágmarki við Suðurskautslandið

Kristín Clausen
Miðvikudaginn 15. febrúar 2017 13:34

Hafís við Suðurskautslandið hefur ekki verið mini frá því að mælingar hófust árið 1979. Þetta sést glögglega á gervihnattamyndum af svæðinu en febrúar er yfirleitt sá mánuður sem hafís er í lágmarki við Suðurskautslandið en um þessar mundir er hásumar í þessum heimshluta. Í mars byrjar svo að hausta.

Hingað til hafði hafísinn mælst minnstur árið 1997 þegar hann náði yfir svæði sem spannar 2,3 milljónir ferkílómetra en þann 13. febrúar síðastliðinn náði hafísinn sögulegu lágmarki þegar hann mældist á 2, 28 ferkílómetra svæði. Mark Serreze, sem hefur yfirumsjón með mælingunum fyrir hönd bandarísku snjó- og ísmælingastöðvarinnar segir að það þurfi þó að gera aðra mælingu eftir nokkra daga til að staðfesta töluna.

„Ef ekkert undarlegt gerist á svæðinu næstu daga erum við að sjá tölur sem við höfum aldrei séð áður,“ segir Mark í samtali við Reuters. The Indipendent greinir frá.

Síðustu ár hefur hafís við Suðurskautslandið aukist þrátt fyrir hlýnun víðast hvar í heiminum. Það hefur meðal annars orsakað það að almenningur er farinn að efast um að loftslagsbreytingar séu að mannavöldum.

Ef vísindamönnum tekst að sýna fram á að hlýnun jarðar sé farin að hafa áhrif á hafís við Suðurskautslandið gæti orðið breyting á.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fyrir 2 dögum

Með og á móti: Lúpína

Með og á móti: Lúpína
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þungur Pungur hraunar yfir Áttuna: „Hreinasti peningaþvottur“

Þungur Pungur hraunar yfir Áttuna: „Hreinasti peningaþvottur“