fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Fyrsta Costco verslunin var í yfirgefnu flugskýli

Auður Ösp
Miðvikudaginn 15. febrúar 2017 18:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líkt og fram hefur komið mun Costco, annar stærsti smásölurisinn í Bandaríkjunum opna verslun í Kauptúni í Garðabæ í lok maímánaðar. Hér fyrir neðan má horfa á áhugaverða heimildamynd CNBC sjónvarpsstöðvarinnar frá árinu 2012 sem ber heitið „The Costco Craze: Inside the Warhouse Giant“ en þar er rakin saga og hugmyndafræði fyrirtækisins.

Þeir James Sinegal og Jeffrey H. Brotman opnuðu fyrstu Costco verslunina í yfirgefnu flugskýli í Seattle árið 1983 og byggist viðskiptamódelið á því að selja á lágu verði og í miklu magni. Þrátt fyrir fjölbreytt vöruúrval er ekki boðið upp á fjölbreytt úrval vörumerkja í hverjum vöruflokki, og er til að mynda aðeins hægt að kaupa eina tegund af tómatsósu í Costco. Þetta er gert til að forðast verðsamanburð.

Auk Bandaríkjanna má finna Costco verslanir í Kanada, Mexíkó, Bretlandi, Japan, Suður Kóreu, Púertó Ríkó, Taíwan, Ástralíu og á Spáni og eru útibúin alls rúmlega 600 talsins.

Allt frá tómatsósu upp í húsgögn

DV hefur að undanförnu fjallað ítarlegu um komu Costco til landsins en meðal þess fram hefur komið er að Costo hefur um 3.800 vörutegundir til sölu hverju sinni. Vöruflokkarnir eru ótal margir og vörurnar eru seldar í miklu magni en flestar vörur fyrirtækisins munu standa á vörubrettum í risastóru verslunarhúsinu í Kauptúni.Aðeins þeir sem hafa samning við Costco fá að versla í versluninni en ársaðild kostar 4.800 krónur fyrir einstaklinga en 3.800 fyrir fyrirtæki.

Hægt verður að finna allt milli himins og jarðar í verslun Costco, þar á meðals skrifstofuvörur, raftæki og bílavörur, verkfæri, fatnað, eldhúsvörur, heimilistæki, húsgögn, skartgripi, íþróttavörur, leikföng, jólaskraut, gleraugu og dekk. Hátt í tvö þúsund vörutegundir af mat verða í boði, þar á meðal mat sem framleiddur er hér á landi. Þá verður hægt að sækja þjónustu á borð við gleraugnaþjónustu og hjólbarðaþjónustu í versluninni auk þess sem hægt verður að versla eldsneyti í stórum stíl.

Costco stílar inn á magnkaup og eru vörur seldar í mjög stórum einingum en Costco stólar þannig fyrir vikið á það að smærri verslanir muni stunda við þá viðskipti, væntanlega á kostnað annarra heildsala. Líkt og fram kom á vef DV í morgun eru íslenskir heildsalar og matvælaframleiðendur margir orðnir uggandi yfir komu Costco á íslenskan smásölumarkað og segir Árni Pétur Jónsson, forstjóri 10-11 að hugsanlega eigi fyrirtækið eftir að kaupa vörur frá Costco sem verða svo endurseldar í verslunum 10-11. Árni kveðst jafnframt sannfærður um að Costco muni hafa mikil áhrif á íslenskan markað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu