Björn neitar að hafa drepið Jón: Segir kunningja sinn hafa myrt Jón Gunnar

Ákærði neitar sök og fullyrðir að kunningi sinn, Ronnie Hällstrom, hafi banað Jóni

Jón Gunnar til vinstri og Ronnie Hällstrom. Fyrir miðju má sjá Björn sem grunaður er um að hafa banað Jóni.
Jón Gunnar til vinstri og Ronnie Hällstrom. Fyrir miðju má sjá Björn sem grunaður er um að hafa banað Jóni.

Hinn 9. febrúar síðastliðinn var fyrirtaka í máli sænska ríkisins gegn þarlendum manni sem grunaður er um að hafa banað Jóni Gunnari Kristjánssyni þann 18. júlí síðastliðinn. Árásin átti sér stað á tjaldsvæði í grennd við Akalla-neðanjarðarlestarstöðina í samnefndu úthverfi Stokkhólms. Í lok júlí var greint frá því að einn einstaklingur hafi verið handtekinn en lögreglan taldi líkur á að tveir hafi verið að verki. Nú liggur fyrir að sá grunaði heitir Björn Kollberg en hann á einnig yfir höfði sér dóm fyrir tvær aðrar hættulegar líkamsárásir nokkru fyrr, þjófnað á bifreið og fíkniefnalagabrot. Málsvörn Kollberg er sú að benda á félaga sinn, Ronnie Hällstrom, sem búsettur var á umræddu tjaldsvæði. Heldur meintur morðingi því fram að Hällstrom hafi veitt Íslendingnum hina banvænu áverka og að það séu samantekin ráð íbúa tjaldsvæðisins að skella skuldinni á hann. Hällstrom vísar þessum ásökunum.

Miklir áverkar á líkinu

Jón Gunnar Kristjánsson fæddist á Íslandi árið 1981 og var því 35 ára gamall þegar hann lést. Hann flutti til Svíþjóðar tveggja ára að aldri og bjó þar síðan ásamt fjölskyldu sinni. Um tíma lagði hann stund á læknisfræði en virtist síðan hafa fallið af beinu brautinni í lífinu og undir það síðasta var hann farinn að umgangast einstaklinga sem tengjast undirheimum þar ytra. Jón lætur eftir sig tvö ung börn.

Viltu lesa meira? Þú getur strax lesið þessa grein og aðrar í heild sinni hér á DV.is með því að ýta á „Sjá meira“ og nýta þér hagstæða áskriftartilboð frá aðeins 928 kr. á mánuði.
Sjá meira »
Gleymt lykilorð?
Auglýsing

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.