Páll enn ekki flutt jómfrúrræðu sína

Bjarni Benediktsson sem stendur ræðukóngur Alþingis – Þrír þingmenn ekki tekið til máls

Páll Magnússon hefur enn ekki tekið til máls í ræðustól Alþingis.
Jómfrúrræðan eftir Páll Magnússon hefur enn ekki tekið til máls í ræðustól Alþingis.
Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Þrír þingmenn hafa enn ekki stigið í pontu frá því að þing kom saman að afloknum kosningum 29. október síðastliðinn. Einn þeirra er Páll Magnússon, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, sem á því enn eftir að flytja jómfrúrræðu sína í þinginu. Hið sama má segja um Gunnar Hrafn Jónsson, þingmann Pírata, en hann hefur verið í veikindaleyfi frá því í desember. Þriðji þingmaðurinn sem ekki enn hefur tekið til máls er Kristján Þór Júlíusson menntamálaráðherra.

Þing kom saman 6. desember síðastliðinn og starfaði til 22. sama mánaðar þegar þingmenn héldu í jólafrí. Þing kom svo saman að nýju 24. janúar og hefur staðið síðan. Á þessum tíma hafa verið haldnir 28 þingfundir á 19 dögum. Nú stendur yfir kjördæmavika á Alþingi og er næsti þingfundur boðaður 21. febrúar næstkomandi.

1.250 ræður á þessu þingi

Alls hafa verið haldnar 1.250 ræður á þessum tíma á Alþingi og hafa 67 manns tekið til máls. Eru það þingmenn og varaþingmenn en auk þess hafa þeir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Illugi Gunnarsson, fyrrverandi menntamálaráðherra, ávarpað þingið.

Bjarni talar mest, Steingrímur oftast

Ræðukóngur Alþingis er sem stendur Bjarni Benediktsson forsætisráðherra en hann hefur talað langmest þingmanna, í fjórar klukkustundir og 38 mínútur. Bjarni hefur haldið 57 ræður það sem af er. Sá sem hefur hins vegar haldið flestar ræðurnar er Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna. Steingrímur hefur haldið 98 ræður og talað í tvær klukkustundir og 34 mínútur. Það setur Steingrím í 7. sæti yfir þá þingmenn sem lengst hafa talað í ræðustól Alþingis á yfirstandandi þingi.

Viltu lesa meira? Þú getur strax lesið þessa grein og aðrar í heild sinni hér á DV.is með því að ýta á „Sjá meira“ og nýta þér hagstæða áskriftartilboð frá aðeins 928 kr. á mánuði.
Sjá meira »
Gleymt lykilorð?
Auglýsing

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.